Dýravernd og innflutningur á lifandi dýrum
Málsnúmer: | 36/2013 |
---|---|
Tillaga: | Dýrahald og velferð dýra |
Höfundur: | stefanvignir |
Í málaflokkum: | Landbúnaður |
Upphafstími: | 01/04/2013 15:26:02 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 13/04/2013 15:26:02 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 19/04/2013 15:26:02 (0 minutes) |
Atkvæði: | 40 (1 sitja hjá) |
Já: | 25 (62,50%) |
Nei: | 15 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með hliðsjón af
Grunnstefna Pírata: 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir og 2.3 Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
Umsögn Blindrafélagsins vegna 134. þingmáls á 140. löggjafarþingi: „Nokkurra vikna einangrun hefur það slæm áhrif á fullþjálfaðan leiðsögu- og hjálparhund að engum dettur í hug að leggja slíkt á hundinn sinn, nema engin leið sé að komast hjá því. Langan tíma getur síðan tekið fyrir hundinn að verða jafngóðan aftur eftir slíka einangrun.“
Góðs árangurs í útrýmingu á dýrasjúkdómum á borð við sníkjudýr og hundaæði víða um heim; sér í lagi í ríkjum sem eiga í miklum flugsamgöngum við Ísland og teljast vera laus við hundaæði. (Heimild frá WHO: http://www.who.int/rabies/AbsencePresenceRabies07large.jpg)
Þeirrar staðreynd að leyfilegt er að flytja til ríkja Evrópu hunda, ketti og merði frá ESB-ríkjum, auk Íslands og Noregs.
Þeirri staðreynd að notkun örflögumerkinga og tilheyrandi gæludýravegabréfa hefur tíðkast víða um heim með góðum árangri í áratugi í stað einangrunar t.d. í Kanada, Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu.
Álykta Píratar hér með
Einangrun dýra sem ekki eru ætluð til nytja af heilbrigðisástæðum ætti eingöngu að vera notuð í undantekningartilfellum.
Píratar vilja að tekin séu upp gæludýravegabréf af erlendri fyrirmynd þannig að dýr á borð við hunda og ketti sem koma inn í og úr landinu; sér í lagi blindrahunda og önnur dýr sem ætluð eru til aðstoðar við fatlaða séu heilbrigðisskoðuð fyrir komu eða brottför í stað þess að vera einangruð til langs tíma.
Einnig er nauðsynlegt að endurskoða þarf þann tíma sem fer í einangrun dýra sem fyrst.
Píratar vilja auka frelsi þegar kemur að innflutningi á dýrum sem öruggt er að lifi ekki af íslenskt veðurfar. Innflutningur dýra sem eiga sér ekki sögu í íslenskri náttúru en gætu lifað af í henni eiga þó að vera undir ströngu eftirliti. Með því móti væri hægt að auka eftirlit með dýrum af þessum tegundum sem eru í landinu nú þegar t.d. ýmsum skriðdýrum. Ljóst er að slík dýr lifa ekki af í íslenskri náttúru og því er um litla áhættu að ræða.
Herða skal reglur um aðstæður alifugla, svína og loðdýra á Íslandi.