Frjósemisaðgerðir
Málsnúmer: | 42/2013 |
---|---|
Tillaga: | Frjósemisaðgerðir |
Höfundur: | stefanvignir |
Í málaflokkum: | Heilbrigðismál |
Upphafstími: | 20/04/2013 21:37:02 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 23/04/2013 15:24:18 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 29/04/2013 15:24:18 (0 minutes) |
Atkvæði: | 59 (2 sitja hjá) |
Já: | 47 (79,66%) |
Nei: | 12 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með vísan í eftirfarandi greinar í grunnstefnu Pírata:
gr. 1.1 um vel upplýstar ákvarðanir
gr. 2.1 um eflingu og verndun borgararéttinda
gr. 2.4 um að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
Álykta Píratar eftirfarandi:
Íslenska ríkið skal niðurgreiða að fullu að minnsta kosti þrjár glasa- eða smásjármeðferðir fyrir hvert par eða einstæðar konur sem með réttu þurfa á slíkum meðferðum að halda. Þar á meðal er kostnaður vegna lyfja. Meðferð telst ekki lokið fyrr en til uppsetningar á fósturvísi komi.
Íslenska ríkið skal niðurgreiða fleiri en þrjár glasa- og smásjármeðferðir séu góður líkur á því að áframhaldandi meðferðir gætu verið árangursríkar.
Sé þjónusta sem tengist glasa- og smásjármeðferðir ekki aðgengileg í nágrenni skjólstæðings skal niðurgreiða ferðakostnað og dvöl sem annars þyrfti að greiða til að ferðast í tengslum við meðferðirnar. Miða skal við reglur um dagpeninga ríkisstarfsmanna.
Ekki skal neita einstaklingum um meðferðir á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar eða annarra þátta á meðan frjósemisaðgerðir samkvæmt þessari stefnu eru mögulegar vísindalega séð.
Áður en aðgerðir eða meðferðir líklegar til að valda ófrjósemi eru framkvæmdar skal láta skjólstæðing vita af þeirri áhættu ásamt því sem honum skal boðið upp á lífssýnatöku.