Leigumál
Málsnúmer: | 44/2013 |
---|---|
Tillaga: | Leigumál |
Höfundur: | stefanvignir |
Í málaflokkum: | Húsnæðismál |
Upphafstími: | 20/04/2013 21:44:47 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 23/04/2013 15:24:18 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 29/04/2013 15:24:18 (0 minutes) |
Atkvæði: | 28 |
Já: | 26 (92,86%) |
Nei: | 2 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata
gr. 2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
gr. 4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.
gr. 4.6 Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.
gr. 6.2 Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
Álykta Píratar eftirfarandi:
Styrkja skuli leigjendasamtök sem eru að aðstoða leigjendur við komast að réttarstöðu sinni og veita upplýsingar til almennings um samningagerð, lög og réttindi leigusala og leigjenda, hvaða áhrif verðtrygging hefur á leigusamninga, tímalengd samninga og önnur álíka atriði.
Rannsaka og meta skuli leiðir til að bæta við tegundum af leiguformi, kaupleiga, danska leiðin o.fl.
Breyta skuli húsaleigubótum svo þær miða við framfærsluupphæð á móti leiguverði, hvetur til að fólk skrái rétta upphæð leiguverðs.
Hækka skuli húsleigubætur.
Auka skuli gegnsæi stjórnvalda og almennings gagnvart leigumarkaðnum svo hægt sé að fylgjast með þróun á helstu tölfræðiatriðum markaðarins, þ.e. skrá rafrænt alla þinglýsta samninga og fylgjast með þróun á leiguverði og bregðast við ef hún er óeðlileg.