Umhverfismál
Málsnúmer: | 47/2013 |
---|---|
Tillaga: | Umhverfismál |
Höfundur: | stefanvignir |
Í málaflokkum: | Umhverfismál |
Upphafstími: | 20/04/2013 22:12:56 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 23/04/2013 15:24:18 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 29/04/2013 15:24:18 (0 minutes) |
Atkvæði: | 39 (1 sitja hjá) |
Já: | 39 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Tillaga að stefnu Pírata varðandi umhverfis, auðlinda og orkumál
Með tilvísun til
grunnstefnu Pírata um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu
grunnstefnu Pírata um gagnsæi sem forsendu upplýstra ákvarðana almennings
grunnstefnu Pírata um að draga beri úr miðstýringu valds á flestum sviðum
ályktunar Pírata um gerð hagkerfisins
ályktunar Pírata um landbúnað
og með hliðsjón af
Meginreglum umhverfisréttar:
Varúðarreglu: Þegar hætta er á alvarlegum eða óafturkræfum áhrifum á umhverfi og náttúruauðlindir skal skorti á vísindalegri fullvissu ekki beitt sem rökum til að fresta kostnaðarhagkvæmum aðgerðum sem geta komið í veg fyrir áhrifin eða dregið úr þeim.
Greiðslureglu: Í því skyni að tekið sé tillit til umhverfiskostnaðar skal beita hagrænum stjórntækjum í samræmi við meginregluna um að sá sem mengar beri að jafnaði þann kostnað sem hlýst af því að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum vegna mengunar.
- gr. Frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga um náttúru Íslands og umhverfi. http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/grein/item35319/
- gr. Frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga um náttúruauðlindir. http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/grein/item35320/
- gr. Frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga um upplýsingar um umhverfi og málsaðild. http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/grein/item35321/
Áherslu pírata á smáar rekstrareiningar í atvinnulífinu fremur en alþjóðleg stórfyrirtæki.
Þeirri staðreynd að mikill meirihluti orkuvinnslu á Íslandi er til þess að knýja álvinnslu.
Þeirri staðreynd að nýtt álver við Helguvík krefst umfangsmikilla jarðvarmavirkjanna um allan Reykjanesskaga sem vafi er um að geti talist sjálfbær nýting jarðhitans á svæðinu.
Reynslunni af rekstri jarðvarmavirkjanna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og loftmengunar.
Samróma áliti vísindaheimsins um veruleika loftslagsbreytinga sem birtist m.a. í skýrslum IPCC og fleiri aðila og sem bendir til þess að loftlagsbreytingar verði óafturkræfar ef ekki verður þegar í stað gripið til aðgerða sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda. (skoða þetta betur, útfrá stærra samhengi)
Alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um vernd votlendissvæða samkvæmt Ramsar-samningi.
Alþjóðlegum skuldbindingum Íslands sem snúa að losun gróðurhúsalofttegunda.
Álykta Píratar eftirfarandi:
Almenn umhverfisstefna
Framfylgja skal megin gildum sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum. Í þessu felst að sókn eftir efnahagslegum gæðum verður að haldast í hendur við vernd umhverfisins og grunngæða jarðar.
Stjórnvöld skulu byggja á varúðarreglunni og greiðslureglunni við allar ákvarðanir sem varða náttúru Íslands.
Tryggja skal upplýsingarétt almennings um umhverfismál, gagnsæi í allri stjórnsýslu umhverfismála og aðild almennings að ákvarðanatöku sem varðar umhverfi og náttúru.
Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Almannaréttur skal verndaður. Ekki má leggja hömlur á för manna, svo lengi sem viðkvæm vistkerfi verða ekki fyrir röskun.