Fara aftur í þing

Umhverfismál

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Verndun hafsins Lokað 14 49
Aðgerðastefna Pírata í loftslagsmálum Lokað 32 129
Ferðamálastefna Lokað 22 115
Verndun miðhálendis Íslands Lokað 46 181
Rafbílavæðing Lokað 28 124
Breyting á stefnu um stjórnskipunarlög Lokað 15 120
Umhverfismál Lokað 2 39
Stjórnskipunarlög Lokað 0 30

Nýjar umræður

Nei, hér ekki sáttur við lið 10.
17/03/2017 16:44:49
Þetta er góð ábending JóhannesBragi. Þessi liður er í samræmi við stjórnarskrártillögu Stjórnlagaráðs og tekur til allra auðlinda, ekki aðeins nytjastofna. Einkaeigu verður að skilgreina vandlega og munu nytjastofnar ekki falla þar undir, en nýting á svæði við strendur sem eru innan netlaga munu væntanlega áfram vera með nýtingarrétt landeigenda meðan lög um um slíkt standa. Þessi stefnutillaga breytir því engu um 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaga.
16/03/2017 13:33:54
Mér finnst varla standast skoðun að liður 7 um að einhver hluti af auðlindum hafsins geti verið i einkaeigu geti staðið þarna. Í lögum um stjórnun fiskveiða nr. 116/2006 er kveðið á um í 1.gr."Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar." er einhver auðlind í hafinu önnur en sú sem fellur undir þetta orð nytjastofnar sem getur verið/ eða er í einkaeigu? Erum við ekki með þessu að gefa því undir fótinn að nytjastofnar þ.e fiskveiðikvóti geti farið í einkaeigu? Viljum við það? Getum við tryggt sjálfbærni jafnvel með því fyrirkomulagi ?
13/03/2017 23:10:26
Ég mæli með því að Aðgerðastefna Pírata í loftslagsmálum sé lesin samhliða þessari (https://x.piratar.is/polity/1/document/297) því þær eru samstíga t.d. varðandi það að banna skuli svartolíu og báðum er ætlað "hugsa í loftslagsbreytingum" eins og Ninny orðar það hér að ofan. Stefna um aðgerðir gegn plastnotkun er góð hugmynd.
13/03/2017 21:00:47
Varðandi lið númer 6. Kannski þarf bara að orða hann öðruvísi? Þetta er langtímamarkmið sem er mikilvægt til þess að geta staðið við markmið Parísarsáttmálans. Við þurfum aðeins að byrja að „hugsa í loftslagsbreytingum.“ Það krefst þess systematískt að breyta hugsunarhætti í stefnugerð. Það þýðir róttækar breytingar. Varðandi nr. 6. Er spurning kannski um að gefa út kvóta á skip sem nota svartolíu sem minnka skuli með allverulegum hætti ár hvert þar til að öll notkun svartolíu skuli ekki leyfð við bryggjur Íslands. Hvað varðar lið 3 þá sýnist mér hann vel útfærður. Er ánægð með í greinargerð að hagrænn hvati teljist m.a. skattur. Ég hef verið að velta fyrir mér plastskatti til þess að gera plast að munaðarvöru. Við erum oft að kaupa plastglös, diska og hnífapör og henda þeim svo eftir eina notkun. Þetta eru vörur sem myndu annars endast okkur ansi lengi. Ef að plasthnífapör væru dýr þá kynni fólk betur að meta plastið sem afurð. Gott dæmi er munurinn á því hvernig við metum plasthníf sem fæst í design búð og þessa sem við flokkum sem „einnota“. Þegar vara fær stimpilinn einnota þá sjálfkrafa hefur það mikil áhrif á það hvernig við förum með þessa vöru. Plast er oft notað í staðinn fyrir vinnuafl, vegna þess hve ódýrt það er. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þá hefur aukist heldur mikið með auknum ferðamannastraum notkun veitingarstaða á einnota borðbúnaði og umbúðum. Ef plast væri dýrara þá myndu yfirmenn frekar láta vinnuafl vaska upp, þrífa ofrv. Annað dæmi er notkun á einnota skóhlífum til þess að spara vinnuafl til þess að skúra. Leikföng væru ekki endurnýjuð eins hratt ef plast væri dýrara. Þau væru vandaðri og gengu frekar manna á milli. Áður fyrr voru dúkkur til dæmis úr postulíni og systkini áttu kannski tvær dúkkur saman alla barnæskuna. Það var enginn dúkkuskortur... heldur bara sýnir þetta hve mikið brjálæði það er að börn þurfi sífellda endurnýjun á leikföngum og heillegum hlutum sé hent vegna leiða barna. En kannski þurfum við sér stefnu um plast sem við semjum kannski bara seinna :) En ég er ánægð með lið númer þrjú sem kemur inn á plast. Er ekki alveg meðvituð um hvort það þyrfti að setja inn nákvæmara orðalag. En það þarf kannski líka bara að ræða betur um plast innan Pírata.
13/03/2017 20:32:55
Ég ég set spurninga merki við að svartolía (Heavy Fuel) skuli vera viðurkendur orku kostur, hvort heldur sem er skipa eða verksmiðja. Ljóst er að ef Parísarsamkomulagið egi að halda verður að leggja blátt bann við svartolíu brenslu. Sér í lagi ef sporna á við hlínun norðurskautsins.
13/03/2017 19:48:55
Góðar athugasemdir að ofan. Á málefnafundum var þetta álitin vera langtímastefna, þannig að þó staðan á batterísknúnum skipum í dag sé á einn hátt í dag og notkun veiðarfæra sé eins svona eða hinsegin, er eðlilegt að stefna að úrbótum handan sjóndeildarhringsins þó við sjáum ekki ennþá nákvæma leið þangað. Liður 10 er einnig í loftslagsstefnu Pírata, öðruvísi orðað "Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögssögunni". Það að olíuleit geti stuðlað að aukinni kolanotkun annarstaðar hljómar ekki sennilega, en ef við ætlum að uppfylla loftlagsmarkmið Parísarsamningsins er mjög óeðlilegt að leyfa frekari olíuleit/vinnslu á sama tíma. Auðlindir hafsins sem sameign þjóðar þar sem lýðræði og snefill af skynsemi hlýtur að vera betur til þess fallið að vernda hafið og stuðla að sjálfbærri þróun heldur en ef í einkaeign væri.
13/03/2017 13:38:28
Liður 6 velltur nú aðallega á dreifikerfi landsnets. Það er ekki séns t.d. að tengja skemmtiferðaskip við rafmagn úti landi því flutningskerfið ræður ekki við það. Liður 9 gengur einfaldlega ekki upp meðan við stundum togveiðar.
13/03/2017 13:20:35
Varðandi lið 6. Velltur það ekki dáldið á togaraframleiðendum eða kröfum skipsmiða? Er þetta eitthvað sem er hægt að fara fram á? Eru batteríknúin skip kominn á þann stað í tækninni að þau geta tekið við? og ef svo er ætti að banna notknun á eldri tækni. Finnst þetta fregar frekar rótækt í fyrstu sýn og ekki á góðan hátt.
13/03/2017 12:48:05
Að banna olíuleit gæti stuðlað að kolanotkun annars staðar í heiminum, með tilheyrandi mengun.
13/03/2017 12:10:51