Fara aftur í þing

Menning

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Málefni ungs fólks Lokað 17 22

Nýjar umræður

Langar að benda fólki á lýðræðis- og mannréttindahluta nýrrar námsskrár: http://namtilframtidar.is/#!/lydraedi-og-mannrettindi Fullt af góðu dóti þarna.
08/06/2013 00:58:27
Þetta var þó nokkuð rætt á málefnafundinum (tenging sjálfræðis, kosningaaldurs, giftingaaldurs, áfengiskaupaaldurs, ...). Það þarf ekki að vera ein ástæða fyrir því að hafa þetta allt á sama aldri. Það mega vera mismunandi ástæður fyrir því að þessi aldurstakmörk séu mismunandi. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú menntun í lýðræðisstarfi sem fer fram samkvæmt nýrri námsskrá ... það er hins vegar mikilvægt að taka það fram að það er ekkert 'próf' sem fólk þarf að standast til þess að fá kosningarétt.
07/06/2013 03:02:39
Þetta snýst ekkert um að ávinna sér kosningarétt með neinum öðrum hætti en aldri. Það tengist hins vegar óhjákvæmilega grunnþætti nýrrar námskrár að nemendur taka þátt í lýðræðisstarfi, það er nýtt.
07/06/2013 02:58:44
Ég sé enga raunverulega ástæðu fyrir því að það þurfi að fylgjast að.
06/06/2013 23:34:51
og með forræði meina ég sjálfræði ;)
06/06/2013 21:08:23
Ætti ekki frekar að lækka forræðisaldurinn niður í 16 og þá kosningarrétt með? Ég er ekki alveg viss hvort ég vilji það, en mér finnst þetta ætti að fylgjast að.
06/06/2013 20:51:19
Ég efast ekki um það Björn Leví, ég efast um að það eigi að gera kosningarétt að einhverju sem verður að ávinna sér!
06/06/2013 19:53:44
16 ára einstaklingur sem hefur stundað og lært á það hvernig lýðræði virkar er hæfari til þess að taka lýðræðislega ákvörðun en sá sem er 18 ára og hefur ekki tekið þátt í lýðræðislegu umhverfi.
06/06/2013 19:28:52
Þetta er mjög einfalt. Sjálfráða maður hefur forræði yfir sjálfum sér, og ef þú hefur ekki forræði yfir sjálfum þér þá er ekki hægt að treysta því að atkvæði þitt sé raunverulega þitt. Að koma upp námskeiðum fyrir atkvæðisrétt færir atkvæðisréttinn, í orði ef ekki á borði, úr því að vera "universal right" yfir í eitthvað sem er áunnið, svipað og í Bandaríkjunum þar sem kosningaþátttaka er ömurleg af því að það þarf að skrá sig fyrir atkvæði sínu. Eitthvað sem er ekki sérstaklega erfitt að gera en margir veigra sér við að gera. Þessi breytingartillaga að færa niður í 16 ára er því letjandi fyrir þá sem ekki hafa brennandi áhuga á unga aldri að greiða atkvæði, hún færir atkvæðisrétt í hendur ólögráða einstaklingum sem er þá leyft að ráða málum þar sem þeir ráða ekki þegar sínum eigin málum. Ef þið viljið að 16 ára hafi atkvæðisrétt þá færiði sjálfræðisaldurinn aftur niður í 16 ára. Það gengur ekki að hinn almenni atkvæðisréttur sem allir Íslendingar 18 ára hafi, sé gerður að einhverju takmörkuðu dæmi fyrir þá sem eru yngri en 18 ára, sé gerviatkvæðisréttur. Það er frábært að það sé valkvætt ferli til núna sem kemur börnum inn í hvernig lýðræðið virkar, það er fáránlegt að ætla að færa það í lög að valkvæða ferlið gefi þeim réttindi umfram jafnaldra sína.
06/06/2013 13:47:23
Ég sé ekkert í fljótu bragði sem að veldur því að sjálfræði og lýðræðisþátttökuréttur þurfi að fylgjast að. Í raun þykir mér það fremur ávísun á ranglæti fremur en hitt, að tiltekinn þjóðfélagshópur fái ekkert um það sagt hvernig málum er háttað. Þá má horfa til hinna, sem eru yngri. Hví ekki að leyfa þeim öllum að kjósa? Já, hví ekki? En bæði þarf að aðlaga þau (kenna þeim) að þátttökunni, og ekki síður þarf að gefa þjóðfélaginu aðlögunartíma. Það fer saman með stigvaxandi þátttökurétti eins og gert er ráð fyrir í tillögunni.
05/06/2013 19:31:39