Fara aftur í þing

Orkumál

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Orkumálastefna Lokað 25 64
Rafbílavæðing Lokað 28 124

Nýjar umræður

Hvað er á bak við markmiðið um jarðefnaeldsneytislaust Íslandi 2040? Verður ekki auðvelt að gagnrýna þetta markmið? Við eigum að hafa frumkvæði að umræðu sjávarfallavirkjanir og vindorku. Hægt er að virkja strauma við þveranir fjarða og þar sem mikill munur er á flóði og fjöru (t.d. við Breiðafjörð og á sunnanverðum Vestfjörðum)
11/05/2016 23:14:32
Ég tek undir með laruseli að efla þurfi fjárhaglegan hvata fyrir einstaklinga og smáfyrirtæki til framleiðslu á endurnýjanlegri og vistvænni orku til eigin nota....o.sfv út frá sjálfbærni
11/05/2016 23:05:45
Hér er alskonar ólíkum þáttum blandað í eina tillögu. Svona óskalista einhvers. Hér ægir saman tillögum um sjálfbærni og auðlindagjald (sem ég held að allir séu samála og minna skýrum tillögum s.s. "Efla þarf fjárhagslega hvata fyrir einstaklinga og smáfyrirtæki til framleiðslu á endurnýjanlegri og vistvænni orku til eigin nota, svo lengi sem ekki verður mengun, ónæði eða önnur truflun af." Öll nýting endurnýjanlegrar orku hefur umtalsverð umhverfisáhrif, sérstaklega sjónræna meðan brennsla jarðefnaeldsneytis "lýtur best út" svonan staðbundið. Þetta ávæði því óljóst: "Stefnt sé að notkun endurnýjanlegra orkulinda, vistvænni orkuöflun og orkuframkvæmdum sem hafa lítil sem engin umhverfisáhrif."
11/05/2016 18:22:13
Mér líst vel á þetta og styð það.
11/05/2016 14:10:30
Það að stefna að jarðefniseldsneytislausu Íslandi árið 2040 er gott sem markmið, þá verða hagrænu hvatarnir settir af stað fljótlega. Hvort það næst er annað mál. Þetta er stefna, ekki loforð. Varðandi sæstreng þá var ákveðið á píratafundum um orkumál að einblína á að bæta innlenda orkuframleiðslu og notkun með vistvænum hætti. Slíkt útilokar ekki að orkuútflutningur verði skoðaður, en slíkt mundi koma fram í langtímaáætlunum.
11/05/2016 13:32:44
Vil endilega koma inn á punkt Pending75 með sölu raforku til annara landa eða afstöðu okkar pírata varðandi sæstreng.
10/05/2016 16:54:40
Er sammála Pending75 um að það sé ekki raunhæft að stefna að jarðefniseldsneytislausu Íslandi á 24 árum. Erum komin það skammt á veg í dag til að það standist að mínu mati. Annars lítur þetta mjög vel út.
10/05/2016 13:34:15
Það eina sem ég myndi segja um þetta er að mér finnst ekki raunhæft að stefna að jarðefniseldsneitislausu Íslandi 2040, eftir 24 ár. mér fyndist raunhæfara markmið að setja 2050. Einnig þarf að ná fram einhverri afstöðu í sölu á raforku til annarra landa.
09/05/2016 10:52:29
Ágætis byrjun.
06/05/2016 15:59:40
Er í megindráttum sammála
06/05/2016 15:41:35