Ályktun Pírata um Hvalárvirkjun, raforkuöryggi og samgöngur á Vestfjörðum og afdrif Drangajökulssvæðisins
Málsnúmer: | 10/2019 |
---|---|
Tillaga: | Ályktun Pírata um Hvalárvirkjun, raforkuöryggi og samgöngur á Vestfjörðum og afdrif Drangajökulssvæðisins |
Höfundur: | AlbertSvan |
Í málaflokkum: | Iðnaður, Landsbyggðin almennt, Orkumál |
Upphafstími: | 16/08/2019 16:17:37 |
Umræðum lýkur: | 30/08/2019 17:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 23/08/2019 17:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 30/08/2019 17:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 41 (3 sitja hjá) |
Já: | 27 (65,85%) |
Nei: | 14 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Til að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf betra flutnings- og dreifikerfi. Því skal hraða áformum um hringtengingu sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum á ekki að vera háð tilteknum virkjanaframkvæmdum á svæðinu.
Píratar leggja eindregið til að samgöngubætur á Ströndum verði að veruleika sem allra fyrst óháð Hvalárvirkjun.
Píratar leggjast gegn áformum um Hvalárvirkjun. Virkjunin bætir litlu sem engu við afhendingaröryggi rafmagns i byggðum á Vestfjörðum en veldur náttúruspjöllum og óafturkræfum umhverfisáhrifum á Drangajökulssvæðinu.
Drangajökulssvæðið ætti að vernda og nýta þannig að umhverfi og náttúra svæðisins nýtist núverandi og komandi kynslóðum sem best.
Ítarefni
Álit Skipulagsstofnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Hvalárvirkjunar:
http://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/hvalarvirkjun-i-arneshreppi
Áform um friðlýsingu á jörðinni Drangar á Ströndum:
https://ust.is/nattura/atak-i-fridlysingum/fridlysingar-i-vinnslu/adrar-fridlysingar/drangar-a-strondum/
Skýrsla frá 2009 um bætt afheningaröryggi raforku á Vestfjörðum:
https://www.landsnet.is/library/Skrar/Landsnet/Upplysingatorg/Skyrslur/Annad/LN09009skyrslananupplbl_1.pdf
Skýrsla frá 2019 um flutningskerfið á Vestfjörðum:
https://www.landsnet.is/library/Skrar/utgefnar-skyrslur/%C3%81rei%C3%B0anleiki%20%C3%A1%20Vestfj%C3%B6r%C3%B0um%20-%20LN%2019020_Loka.pdf
Úrbætur á rafmagnsmálum Vestfjarða:
http://www.ruv.is/frett/skoda-urbaetur-fyrir-lakasta-afhendingaroryggid
Virkjun í hverra þágu?:
https://www.visir.is/g/2019190808985?fbclid=IwAR1IpSfRPtmgPUVQq3gFe3LnCZK2skjcDZmrQ-tFuM76VkiALSuVtkHrHxI
Greinargerð
Ályktunin byggir á Grunnstefnu Pírata:
- 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
- 2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
- 3.1 Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri.
Og með tilliti til:
- Almennrar umhverfisstefnu Pírata: https://x.piratar.is/polity/1/document/57/
- Orkumálastefnu Pírata: https://x.piratar.is/polity/1/document/215/