Fara aftur í þing

Landsbyggðin almennt

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Tillaga að stefnu um stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi Lokað 2 23
Landsbyggðarstefna Lokað 3 0

Nýjar umræður

Lagt er til að tryggja rétt íbúa til að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags, s.s. ráðningu starfsmanns, sektun eða synjun leyfis, og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Stakur þurs á ekki að geta lamað stofnun. Ég legg til að við fellum tillöguna í núverandi mynd, og skýrum orðalagið, t.d. þannig að fjölda íbúa þurfi til að fresta stjórnvaldsákvörðun. Að hvaða íbúi sem er geti ekki uppá eigin spýtur komið í veg fyrir t.d. ráðningu múslima í leikskóla, eða sent smávægilegar dagsektir í bindandi íbúakosningu. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=52803
10/03/2014 23:12:13
Bendi á að rétta útgáfan sést ekki þegar maður opnar skjalið heldur birtist alveg auð síða. Hér er rétta útgáfan: https://x.piratar.is/polity/1/document/75/?v=2
25/02/2014 14:45:25
Norðmenn hafa verið að vinna með byggðarstefnu sem á að gera vel við þær byggðir sem þurfa á fólki að halda. Þeir gera það annarsvega með mismunandi skattaprósentu eftir því hversu langt útí r4$$g4ti þú ert staðstettur, sjá hér - http://no.wikipedia.org/wiki/Arbeidsgiveravgift Hinsvegar með námslánakerfinu. Það er að segja með því að fella niður hluta námslánsins ef fólk vinnur x langan tíma í þessu byggðum, sjá hér - http://www.lanekassen.no/Hovedmeny/Tilbakebetaling/Finnmark-og-Nord-Troms/ Þetta er skemmtileg pæling, þó ég sé ekki alltaf sérlega sammála blessuðu frændum okkar þarna í austrinu.
13/02/2013 23:50:50
Verkefni hafa verið færð frá ríki til sveitarfélaga í miklum mæli án þess að nægjanlegt fjármagn fylgi með, þetta hefur leitt til skertrar þjónustu. Í dag er staðan þannig að mun meira af skatttekjum kemur frá landsbyggðini en sem nemur því fjármagni sem skilar sér út á land aftur.
07/02/2013 18:24:20
Það voru gerð mistök þegar sýslufélög voru afnumin á 9. áratugnum og það var tekin upp sú löggjöf að öll sveitarfélög ættu að vera eins, sama hvort að þau hafi 50 íbúa eða 100 þúsund og sama hvort þau eru í dreifbýli eða borg. Síðan þá hefur þrýstingurinn verið á því að sameina sveitarfélög og búa til einingar sem eru gríðarlega víðfemar til þess að ná upp í hagkvæman íbúafjölda. Ég held að það sé mun skynsamlegra að taka upp millistig í stjórnsýslunni. 4-6 fylki sem sinna staðbundnum verkefnum sem í dag eru á hendi ríkisvaldsins. T.d. framhaldsskólar, heilbrigðisstofnanir, löggæsla, samgöngur o.s.frv. Á móti fái þessi fylki hlutdeild í innheimtum sköttum ríkisins. Jafnvel mætti frekar stilla því þannig upp að innheimtir skattar tilheyri fylkjunum fyrst og að þau skammti miðlæga ríkisvaldinu svo því sem það þarf. Þá mætti rúlla til baka þessum sameiningum sveitarfélaga síðustu árin og gera sveitarfélögin frekar að nærstjórnvaldi sem fylgir landfræðilegri lógík frekar en kröfum um lágmarks íbúafjölda. Þau verði létt í rekstri (engir sveitastjórar með milljón+ á mánuði) og aðallega skipulagseiningar og milliliðir um veitingu þjónustu. Ekki ósvipað og þjónustuskrifstofur í hverfum Reykjavíkur. Ég er ekki hrifinn af beinum niðurgreiðslum á flutningskostnaði eins og Samstaða og aðrir leggja til. Atvinnurekstur á landsbyggðinni verður að taka mið af raunveruleikanum og það eru raunverulega tæplega 400 km á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Að niðurgreiða þessa fjarlægð í burtu býður upp á alls konar ósjálfbært og óhagkvæmt rugl. Það mætti frekar skoða tekjuhlið ríkissjóðs gagnvart landsbyggðinni en útgjaldahliðina. Fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni njóta ekki sama aðgangs að opinberri þjónustu og það mætti koma til móts við þennan aðstöðumun með lægri sköttum.
06/02/2013 17:16:59