Fara aftur í þing

Sjávarútvegur

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Aðgerðir til að flýta fyrir árangursríkri sjávarútvegsstefnu Pírata Lokað 27 53
Uppboð aflaheimilda Lokað 12 114
Úttekt á kvótakerfinu Lokað 15 49
Sjávarútvegsstefna Lokað 10 84
Sjávarútvegsmál Lokað 2 11

Nýjar umræður

ég kýs já vegna þess að þetta eru góðir hlutir og réttlátir. Eins og grunnstefna 6.3 segir þá þarf að draga úr miðstýringu en þetta getur þá bara verið þessi smá miðstýring sem orðalagið býður upp á.
15/11/2016 21:50:37
Sátt... Sátt + Samfylking = 0... Samfylkingin reyndi að fara sáttaleið í þessum málum og hvarf... Vinstri Grænn Sjávarútvegsráðherra kom strandveiðum á 2009, eins og þessi tillaga gengur út á, þær eru enn óbreyttar, Alfa ;) Það vanntar þor til að nota vald Sjávarútvegsráðherra þar til lýðræðið getur tekið við, en smælingjarnir og sjávarþorpin ættu að njóta þess ef Píratar komast að, biðin er orðin löööng. Ég hvet ykkur að breyta um hugsun, nei verði Já ;)
14/11/2016 00:54:06
Að nota vald sjávarútvegsráðherra til þessa breytinga sem hér er kosið um, myndi það falla undir miðstýringu sem við viljum ekki. 6.3 Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.
13/11/2016 23:52:14
Með fullri virðingu fyrir fólkinu sem hefur unnið að þessari stefnu þá verð ég að gera athugasemd við þetta. En og aftur er stefna kominn inn í kosningakerfið sem er ekki nógu vel unnin og vantar grundvallar tilvísanir í stefnur meðal annars grunnstefnuna. Ég legg til að við frestum frekari stefnumótun þangað til við erum komin með einhverskonar lágmarks gæðastaðal fyrir stefnur, það gengur ekki að halda svona áfram. Ég segji því nei við þessari stefnu.
13/11/2016 23:22:32
Ég vil taka undir hvert orð sem @alfa lætur hér falla. Hennar mál lýsir nákvæmlega minni afstöðu i þessu máli og hvet ég alla Pírata til að segja nei.
13/11/2016 23:13:28
Ég tek undir með Ölfu, þessi stefna er þar að auki illa unnin og gerð á þeim tíma sem nánast allir voru í kosningabaráttunni. Ég segi nei
13/11/2016 22:50:07
Ég er mjög sammála þér með ummælin um að það lýsti hroka að taka það fram að ég væri sérfræðingur. Ég setti þetta inn, meira í gríni, því mér fannst það svo hallærislegt (hrokafullt??) í fyrstu ummælunum hér efst, þegar tekið var sérstaklega fram að höfundar stefnunnar væru sérfræðingar með áratugareynslu :) Lögin um stjórn fiskveiða eru vond lög og þeim þarf að breyta. En við breytum þeim með réttum hætti. Og sú staðreynd að ráðherraræðið í sjávarútvegsmálum sé löglegt -þá væri það siðlaust af Pírötum að taka þátt í því. Vinnum þetta í gegnum þingið og setjum lög um handfæraveiðar. Það verður auðvelt að ná sátt um þetta og sátt þarf að nást. Annars verður þessu bara breytt aftur eftir 3-4 ár.
13/11/2016 22:46:50
Sjávarútvegsstefnan er góð en svo er það nánari útfærslur á henni sem þarf að koma fram og það er oft verið að kalla eftir því. Með frjálsar handfæraveiðarog að undirbúa nýtt kerfi fyrir þær þá finnst mér að það þurfi að ræða það meir og fá þá fleyri sjómenn að borðinu sem eru að stunda handfæraveiðar í dag og einnig þá sem eru í strandveiðikerfinu núna. Eins og staðan er í dag (þegar þetta er skrifað erum við ekki að fara í ríkistjórn) þá höfum við góðan tíma til að fá marga reynslubolta til að koma að þeirri vinnu. Þó að þetta sé ágætis tilraun í þessa átt þá finnst mér frekar einsleitur hópur koma að þessari vinnu. Þannig að ég vil sjá þetta unnið frekar til að fá betri og sáttari útkomu svo ég segi Nei.
13/11/2016 13:52:41
Já, er frelsi smælingjans, nei, er samþykki til handa bönkunum, að halda illa fengnum ránsfeng, auðlindum okkar sem Alþingi færði auðmönnum... Frjálsar handfæraveiðar Pírata ef af verða, eru framtíð okkar ættlum við að lifa hér um ókomna tíð, smælinginn þarf ekki lengur að flýja (flytja úr landi) verði hér kreppa, heldur rær hann til fiskjar og fénýtir aflann, en það má ekki í dag.
12/11/2016 18:44:25