Samþykkt: Staðfestingartillaga um atkvæðagreiðslu á stefnunni "Breyting á stefnu um samskipti ráðherra og Alþingis"
Með tilvísun til:
Gr 1.3 í grunnstefnu Pírata: “Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun.”
Álykta Píratar að stefnu um samskipti ráðherra og Alþingis sem nú hljóðar svo: “að Píratar skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn.” skuli breytt og skuli eftirleiðis hljóða svo: “Ráðherrar Pírata skulu einungis sitja á Alþingi samkvæmt embættisstöðu sinni sem ráðherrar en ekki sem þingmenn.”
Tilvísanir í grunnstefnu, stefnu Pírata og það sem til hliðsjónar var haft við gerð hinnar upprunalegu stefnu skal standa óbreytt. Stefnan verði í heild sinni eins og hér fer á eftir:
“Með tilvísun til:
- gr. 6.2 í grunnstefnu Pírata um eflingu gagnsærrar stjórnsýslu,
stefnu Pírata um stjórnskipunarlög
og með hliðsjón af:
- fyrstu grein laga nr. 33/1944,
- fyrstu grein frumvarps á þingskjali 510/141,
- '89. grein frumvarps á þingskjali 510/141'
álykta Píratar:
- Ráðherrar Pírata skulu einungis sitja á Alþingi samkvæmt embættisstöðu sinni sem ráðherrar en ekki sem þingmenn.”
Tilheyrandi mál: | Staðfestingartillaga um atkvæðagreiðslu á stefnunni "Breyting á stefnu um samskipti ráðherra og Alþingis" |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | mordur | Með tilvísun til gr. 6.9. í lögum Pírata eru hér greidd atkvæði til staðfestingar á niðurstöðu atkvæðagreiðslu sem hér tilfærist: https://x.piratar.is/polity/1/document/304/ GREINARGERÐ: Óráðlegt er að hafa í stefnu Pírata ákvæði sem gera skilyrðislausar kröfu um tilhögun annarra stjórnmálaflokka í stjórnarsamstarfi. Sú breytingartillaga sem hér er lögð fram er því til þess fallin að fella niður slíkar kröfur á aðra stjórnmálaflokka en halda eftir sem áður sömu kröfum til þingmanna og ráðherraefna Pírata sjálfra. |