Samþykkt: Stefna um kynbundið ofbeldi
Með tilliti til:
Greinar §2.1 í grunnstefnu Pírata um eflingu og verndun borgararéttinda
Greinar §2.2 í grunnstefnu Pírata um útvíkkun borgararéttinda
Greinar §2.3 í grunnstefnu Pírata um vernd um núverandi réttinda
Greinar §1-§6 í stefnu Pírata um lögbundna kynfræðslu (https://x.piratar.is/polity/1/document/22/)
Ályktana og rannsókna International Models Project on Womens Rights (IMPOWR) (http://www.impowr.org/)
Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women (CEDAW) (http://www.un.org/womenwatch/daw/cedaw/cedaw.htm)
Rannsóknar innan lagadeildar Háskólans í Reykjavík á áhrifum sérfræðigagna á kynferðisbrotamál fyrir dómi (http://www.ru.is/forsiduflokkar/nr/28191)
Fréttar Fréttablaðsins,Gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála, 4. október 2012 (http://www.visir.is/gera-serstaka-uttekt-a-medferd-kynferdisbrotamala/article/2012121009435)
Tilkynningar Pírata, 2. febrúar 2013 (http://www.dv.is/frettir/2013/2/2/braut-thannig-freklega-gegn-kynfrelsi-hennar/)
Greinar Ragnheiðar Bragadóttur, Hvað er nauðgun?, 6. febrúar 2013 (http://www.visir.is/hvad-er-naudgun-/article/2013702069939)
Greinar Steinunnar Rögnvaldsdóttur, Kynfrelsi, ofbeldi og Hæstiréttur, 7. febrúar 2013 (http://www.visir.is/kynfrelsi,-ofbeldi-og-haestirettur/article/2013702079971)
Fréttar á vefsíðu Forsætisráðráðuneytis, Aðgerðir sökum neyðarástands vegna kynferðisbrota gegn börnum, 5. apríl 2013 (http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7546)
Álykta Píratar að:
Tryggt verði að kynfrelsi njóti fullrar og ótvíræðar lagaverndar.
Stuðlað skuli að því að notkun og gæði sérfræðigagna fyrir rétti í kynferðisbrotamálum verði aukin.
Efla skuli fyrirbyggjandi aðgerðir, m.a. með því að þessi málaflokkur verði tekinn sérstaklega fyrir í kynfræðslu i skólum þar sem sérstök áhersla verði lögð á gagnkvæma virðingu og upplýst samþykki. Stuðlað skuli að opinni umræðu um kynferðisbrot bæði á þeim vettvangi og í samfélaginu almennt.
Menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra fagstétta sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis (heilbrigðisstarfsfólks, sálfræðinga, félagsráðgjafa, lögregluþjóna, o.s.frv.) skuli innihalda sértækt efni um kynferðisofbeldi, afleiðingar þess, einkenni o.s.frv. Þetta á ekki síst við um það fólk sem sinnir fyrstu viðbrögðum við kynferðisbrotum. Mikilvægt sé að efla þekkingu þess á dæmigerðri hegðun kynferðisbrotaþola í kjölfar brots þar sem það getur átt von á að vera kallað til vitnis um ástand og hegðun brotaþola fyrir dómi. Einnig skuli stuðlað að því að efla færni dómara í að leggja mat á vitnisburði almennt.
Auka skuli fjármagn til Neyðarmóttöku Landsspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis svo bæta megi þjónustu við þolendur og svo hægt verði að koma á fót sérstakri þjónustu fyrir karlkyns þolendur kynferðisofbeldis.
Bjóða skuli þolendum aukna sálfræðiþjónustu strax í upphafi kæruferlis eða málsmeðferðar svo einstaklingurinn geti tekist betur á við það sem fylgir því að kæra kynferðisafbrot.
Ákveðnar fjárupphæðir verði eyrnamerktar til rannsókna á kynferðisafbrotamálum til þess að vega upp á móti lágum forgangi þeirra í kerfinu sökum lágrar sakfellingartíðni.
Áfram verði unnið eftir tillögum samráðshóps forsætisráðherra til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum.
Tilheyrandi mál: | Kynbundið ofbeldi |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | stefanvignir | |
2 | Tillaga | tharfagreinir | 'Dæmigerð hegðun kynferðisbrotaþola' er ekki gott orðalag í samhenginu, betra að hafa það almennara. |
3 | Tillaga | Ninny | Koma verður inn að hægt sé að dæma fyrir nauðgun af gálleysi, að það þurfi allavega ekki að sanna að það sé ásetningur. Ef einhver rænir þá rænir hann, sama hvort hann hafi ætlað að gera það eða ekki. Ef einhver keyrir fullur þá keyrir hann fullur, sama hvort hann ætlaði að gera það eða ekki. Það er ýmislegt sem sýnir svo auðsýnilega fram á nauðgun í kynferðisbrotamálum en eru samt ekki nóg til þess að dæma viðkomandi, ástæðan er sú að það er of mikil krafa að sanna að það hafi verið ásetningur. Það eru kannski áverkar, umsögn frá lækni um áfallastreituröskun af völdum nauðgunar, snögg persónuleikabreyting við atvikið, vitni og jafnvel vídjóupptökur. En ekkert nægir, því það næst ekki að sanna ásetning. Þessu þarf að breyta. Við þetta myndi skipta meiri sköpun að fá Já, sem er lagt áherslu á í herferð. Og þar með væri þetta brot tekið alvarlegar. |
4 | Tillaga | Ninny |