Úttekt á kvótakerfinu
Málsnúmer: | 5/2015 |
---|---|
Tillaga: | Úttekt á kvótakerfinu |
Höfundur: | bjornlevi |
Í málaflokkum: | Sjávarútvegur |
Upphafstími: | 27/08/2015 23:11:09 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 03/09/2015 23:11:09 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 10/09/2015 23:11:09 (0 minutes) |
Atkvæði: | 49 |
Já: | 46 (93,88%) |
Nei: | 3 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun til eftirfarandi greinar í grunnstefnu Pírata
4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.
Með hliðsjón af
Þróun og horfur í sjávarútvegi
Álykta Píratar að
Gerð verði ítarleg úttekt á kvótakerfinu, þar sem skoðuð verði þróun aflabragða frá því fyrir tíma kvótakerfisins, þ.m.t. íslenska sóknarmarkið. Borin verði saman reynsla okkar Íslendinga af kvótakerfinu og reynsla Færeyinga af sóknarmarkskerfinu, kostir og gallar hvors kerfis fyrir sig.
Greinargerð
Það er löngu kunn staðreynd að kvótakerfið felur í sér galla, þeir helstu:
Tilhneiging til brottkasts. Þar sem kvóti er takmarkaður, er ekki hagkvæmt að koma með smáfisk, dauðblóðgaðan netafisk, eða annan fisk sem er síður verðmætur í land. Auk þess veiðist ýmis meðafli sem viðkomandi skip er ekki með kvóta fyrir (Eins og þegar einhver sem er með kvóta fyrir ýsu, en veiðir óvart þorsk) og „neyðist“ til að henda – það varðar sektum að landa fisk án kvóta. Þá fara sögur af framhjálöndunum, endurvigtunarsvindli, einni tegund landað sem annarri, o.s.frv.
Ákvörðun um kvóta hvers árs byggir á tillögum Hafrannsóknarstofnunar, samkvæmt mælingum þeirra og útreikningum. Ekki er efast um hæfni vísindamanna sem þar starfa, en óvissuþættirnir í matinu eru gríðarmiklir og geta þetta aldrei orðið nákvæm vísindi og hefur jafnvel komið upp ágreiningur á meðal líffræðinga um aðferðarfræðina. Fiskurinn virðir auk þess engin landamæri og syndir á milli landa eftir hitastigi og ætisframboði. Ef ekki er veitt nóg, fiskurinn ofverndaður, fær hann ekki nægt fæði og leitar annað eða leggst jafnvel á eigin tegund.
Þá er það staðreynd að sú „uppbygging“ þorskstofnsins sem kvótakerfinu var ætlað að stuðla að virðist hafa mistekist, þar sem þorskafli hefur verið mun minni eftir að kvótakerfið var tekið upp, heldur en það var fyrir daga kerfisins.