Rafrettur
Þessi tillaga hefur verið dregin til baka af flutningsmanni eða umsjónarmanni.
Tillaga samþykkt á félagsfundi 16. nóvember 2015
SAMKVÆMT ÚRSKURÐI ÚRSKURÐARNEFNDAR VAR UMRÆDDUR FÉLAGSFUNDUR EKKI LÖGLEGA BOÐAÐUR
ATKVÆÐAGREIÐSLU ER ÞVÍ FRESTAÐ UM ÞÚSUND ÁR Á MEÐAN VIÐ GREIÐUM ÚR TÆKNILEGUM ATRIÐUM
Málsnúmer: | 9/2015 |
---|---|
Tillaga: | Rafrettur |
Höfundur: | bjornlevi |
Í málaflokkum: | Iðnaður |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 01/12/2015 15:44:10 (0 minutes) |
Sérstakur ferill: | Dregin til baka |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun til eftirfarandi greinar í grunnstefnu Pírata
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
1.2 Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir fortalsmenn hennar eru.
Með hliðsjón af
- McNeill, A., et al. "E-cigarettes: An evidence update A report commissioned by Public Health England.”." Public Health England (2015).
- http://www.clivebates.com/documents/vapebriefing.pdf
- http://www.ecigalternative.com/ecigarette-studies-research.html
- Með hliðsjón af lið 11. í stefnu Pírata í Reykjavík um Velferðar-og forvarnarmál
Álykta Píratar að
- Að létta á regluverki lyfjalaga með það að leiðarljósi að heimila sölu á rafrettuvökva sem inniheldur nikotín á sömu stöðum og hafa tóbaksöluleyfi.
- Að opna fyrir möguleikann að heimila notkun rafretta á opinberum stofnunum og stöðum þar sem það á við.
- Að setja sömu aldurstakmarkanir við rafrettur og nikotínvökva eins og almenna notkun tóbaks.
- Að regluverk og staðlar um innihald rafrettuvökva sé ekki íþyngjandi fyrir minni framleiðendur og innflutningsaðilla.