Persónuafsláttur
Málsnúmer: | 8/2016 |
---|---|
Tillaga: | Persónuafsláttur |
Höfundur: | bjornlevi |
Í málaflokkum: | Efnahagur og opinber tölfræði |
Upphafstími: | 25/02/2016 09:53:43 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 03/03/2016 09:53:43 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 10/03/2016 09:53:43 (0 minutes) |
Atkvæði: | 110 (5 sitja hjá) |
Já: | 78 (70,91%) |
Nei: | 32 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata
2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
2.2 Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
2.3 Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
Með tilliti til
Stefnu Pírata um velferðar- og heilbrigðismál (https://x.piratar.is/issue/41)
- "Einfalda framfærslukerfið, þ.e.a.s. atvinnuleysisbóta, örorkubóta og önnur bótakerfi. Afnema ætti hugtakið 'bótakerfi'."
- "Að leita þurfi leiða til þess að hluti af námslánunum sé styrkur. Ekki er ásættanlegt að hver sá sem kýs að afla sér þekkingar eða menntunar samfélagi sínu til hagsbóta, sé knúinn til þess að skulda fjármálastofnunum til lengri tíma, hvort sem þær eru ríkis- og/eða einkareknar."
Laga um tekjuskatt; niðurfellingu persónuafsláttar sem ekki er notaður .
Skýrslu samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um brottfall nemenda
Álykta Píratar
Til þess að einfalda skattkerfið og jafna réttindi skal greiða ónýttan persónuafslátt beint til allra 16 ára eða eldri.
Framkvæmd þessarar stefnu skal ekki fjármögnuð af nýjum sköttum heldur ætti sparnaður sem næst af þessum breytingum að standa undir þeim.
Greinargerð
Afleiðingin af þessari breytingu er tiltölulega lítil en hefur þó nokkur afleidd áhrif. Í núverandi lögum fellur ónýttur persónuafsláttur niður eftir að búið er að greiða upp í útsvar, auðlegðarskatt og tekjuskatt maka. Breytingin hefur mest áhrif á fólk með tekjur undir skattleysismörkum og einnig námsmenn þar sem heildarupphæð persónuafsláttar á ári (623.040 kr.) er svipuð og hámarkslán nema í fullu námi í foreldrahúsnæði (685.500 kr.).
Breytingin gæti haft áhrif á þörf nemenda til þess að stunda vinnu meðfram námi og mögulega minnkað brottfall frá námi. Það er erfitt að reikna út ávinninginn af því að útskrifa nemendur fyrr eða kostnað af brottfalli en skýrsla samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu reiknaði að kostnaður af brottfalli nemanda úr framhaldsskóla væri að meðaltali 14 milljónir. Það þýðir að einu færra brottfall stendur undir persónuafslætti um 20 nemenda.
Frekari ávinningur fæst þar sem flækjustig skattalaganna minnkar og skattkort verða óþörf. Samkvæmt núgildandi lögum geta hjón samnýtt skattkort en til dæmis nýtast skattkort nemenda ekki fyrir fjölskylduna. Í tilviki einstæðra foreldra, til dæmis, væri samnýting jafn augljós og samnýting hjóna.
Persónuafsláttur nýtist einungis þeim sem greiða staðgreiðsluskatt. Aðrir, undir skattleysismörkum, borga þó marga aðra óbeina skatta. Það er engin ástæða fyrir því að persónuafsláttur eigi bara að nýtast þeim sem greiða einhvern staðgreiðsluskatt.Almennt séð tekur málskotsréttur við þegar ný þjónusta og ný gjaldtaka er áætluð. Þess vegna þarf að kostnaðargreining að fylgja þessum breytingum áður en ákvörðun um breytingu er tekin. Á þeim forsendum er hægt að grípa inn í ferlið með málskotsréttinum. Eða í tilviki verklags hjá Pírötum, að breyta stefnunni.