Þjónusta sálfræðinga verði hluti af sjúkratryggingum
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Málsnúmer: | 62/2016 |
---|---|
Tillaga: | Þjónusta sálfræðinga verði hluti af sjúkratryggingum |
Höfundur: | Bergthor |
Í málaflokkum: | Heilbrigðismál |
Upphafstími: | 25/07/2016 21:36:46 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 01/08/2016 21:36:46 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 08/08/2016 21:36:46 (0 minutes) |
Atkvæði: | 168 |
Já: | 162 (96,43%) |
Nei: | 6 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun í:
- Greinar §1 í grunnstefnu Pírata um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu
- Greinar §2.2 í grunnstefnu Pírata um útvíkkun borgararéttinda
- Greinar §2.4 í grunnstefnu Pírata um að borgararéttindi tilheyri einstaklingum og að réttindi hvers og eins sé jafn sterkur
- Greinar §2.1 í Almennri heilbrigðisstefnu Pírata
- Greinar §2.2 í Almennri heilbrigðisstefnu Pírata
Álykta Píratar að:
- Andleg- og geðheilsa er órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga.
- Með það að leiðarljósi skal þjónusta sálfræðinga vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreidd fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.
Greinargerð
Andleg- og geðheilsa er hluti af heilsu einstaklings. Ef stuðla á að almennri og heildrænni heilsu fólks þá þarf fólk að hafa greiðan aðgang að sálfræðingum jafnt sem annarri heilbrigðissþjónustu. Fjárhagur fólks á ekki að vera fyrirstaða gegn því að það geti sótt sér þjónustu sálfræðinga.
Í dag eru sumir geðlæknar sem veita m.a. viðtalsmeðferð sem er niðurgreidd af ríkinu. Á sama tíma er þjónusta sálfræðinga ekki niðurgreidd. Fyrir utan að það er réttlætismál að allir hafi greiðan aðgang að sálfræðingum þá er þetta líka jafnréttismál sem þarf að koma í lag.