Tannlækningar verði almennur hluti af sjúkratryggingum
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Málsnúmer: | 63/2016 |
---|---|
Tillaga: | Tannlækningar verði almennur hluti af sjúkratryggingum |
Höfundur: | Bergthor |
Í málaflokkum: | Heilbrigðismál |
Upphafstími: | 25/07/2016 21:37:37 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 01/08/2016 21:37:37 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 08/08/2016 21:37:37 (0 minutes) |
Atkvæði: | 166 (1 sitja hjá) |
Já: | 164 (98,80%) |
Nei: | 2 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun í:
- Greinar §1 í grunnstefnu Pírata um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu
- Greinar §2.2 í grunnstefnu Pírata um útvíkkun borgararéttinda
- Greinar §2.4 í grunnstefnu Pírata um að borgararéttindi tilheyri einstaklingum og að réttindi hvers og eins sé jafn sterkur
- Greinar §2.1 í Almennri heilbrigðisstefnu Pírata
- Greinar §2.2 í Almennri heilbrigðisstefnu Pírata
Og með hliðsjón af:
- Að WHO telur munn- og tannheilsu sem hluta af almennri heilsu fólks. <http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs318/en/>
Álykta Píratar að:
- Tannheilsa er órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga.
- Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.
Greinargerð
Tannheilsa er hluti af heilsu einstaklings. Ef stuðla á að almennri og heildrænni heilsu fólks þá þarf fólk að hafa greiðan aðgang að tannlækningum líkt og er með aðra heilbrigðissþjónustu. Fjárhagur fólks á ekki að vera fyrirstaða gegn því að það geti viðhaldið tannheilsu sinni.
Innifalið í tannheilsu ættu að vera nauðsynlegar lýtalækningar samkvæmt mati tannlæknis. Fegrunaraðgerðir ætti þó ekki að greiða af ríkinu.