Leigustefna (AFTURKALLAÐ)
Afturkallað vegna formgalla
Málsnúmer: | 72/2016 |
---|---|
Tillaga: | Leigustefna |
Höfundur: | Beltiras |
Í málaflokkum: | Ályktanir, Húsnæðismál |
Upphafstími: | 16/09/2016 15:28:25 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 23/09/2016 18:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 01/01/1971 23:59:59 (0 minutes) |
Atkvæði: | 41 (1 sitja hjá) |
Já: | 24 (58,54%) |
Nei: | 17 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Ísland er það Evrópuríki sem hefur hæst hlutfall séreignar á fasteignamarkaði ásamt Noregi. Þótt húseign hafi ýmsa kosti á landi sem sögulega hefur haft ótryggt fjármálaumhverfi felast líka ýmsir gallar í því. Miklar sveiflur eru á húsnæðismarkaði sem nýtur ekki mótvægis af öflugum leigumarkaði og því væri ódýrara og stöðugra leiguumhverfi öllum Íslendingum mikil hagsbót. Heilbrigður húsnæðismarkaður býður upp á valfrelsi, og öruggur leigumarkaður myndi stuðla að stöðugleika. Því skal miða að því að leigumarkaður verði sanngjarn, stöðugur og öruggur. Til þess þarf skýrt og gagnsætt regluverk, með innbyggðum hvötum til langtímaleigu, sem tryggir bæði réttindi leigjenda og leigusala. Til að ná því markmiði teljum við að:
• Allir þegnar samfélagsins eigi rétt á húsnæði við hæfi.
• Tryggja skuli valfrelsi hvað varðar búsetuform.
• Efla skuli leigjendasamtök sem aðstoða leigjendur við komast að réttarstöðu sinni og veita upplýsingar til almennings um samningagerð, lög og réttindi leigusala og leigjenda, hvaða áhrif verðtrygging hafi á leigusamninga, tímalengd samninga og önnur álíka atriði.
• Styrkja skuli fjárhagslegan grundvöll leigufélaga sem rekin eru án arðsemissjónarmið.
• Auka skuli gagnsæi leigumarkaðarins gagnvart almenningi og stjórnvöldum svo hægt sé að fylgjast með þróun á helstu tölfræðiatriðum markaðarins, þ.e. skrá rafrænt alla þinglýsta samninga og fylgjast með þróun á leiguverði og bregðast við ef hún telst óeðlileg.
• Hvetja skuli til réttrar skráningar leiguverðs.
• Stemma skuli stigu við óskráðu leiguhúsnæði.
• Stuðla skuli að byggingu húsnæðis sem eingöngu er ætlað til langtímaútleigu.
• Nota skuli hvata innan skattkerfisins til að stuðla að langtímaleigu, kanna hvaða afleiðingar lækkanir og hækkanir á gjöldum miðað við lengd uppsagnarfrests og leigutímabils hefðu.
• Rannsaka eigi hvaða afleiðingar leiguþak, þ.e. takmarkanir á hversu hátt leiguverð má vera miðað við aðstæður (þ.m.t. stærð húsnæðis, gerð, aðbúnað og staðsetningu), hefði á húsnæðismarkað.
• Til að stuðla að því að húsnæði ætlað til búsetu verði ekki notað í öðrum tilgangi skuli útleiga til ferðamanna vera takmörkuð við ákveðin fjölda íbúða og árshlutfalls. Heimagisting skuli ekki gerð óleyfileg, en koma skuli í veg fyrir að sömu einstaklingarnir séu með fleiri íbúðir í útleigu til ferðamanna án þess að sækja um gistileyfi.