Erindisbréf umboðsmanna endurnýjað
Samþykkt á félagsfundi 16/12 2016
Málsnúmer: | 79/2016 |
---|---|
Tillaga: | Erindisbréf umboðsmanna endurnýjað |
Höfundur: | Beltiras |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 17/12/2016 15:50:43 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 24/12/2016 18:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 31/12/2016 18:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 62 |
Já: | 56 (90,32%) |
Nei: | 6 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Erindisbréf þetta er út gefið samkvæmt 10. kafla laga Pírata á Íslandi og veitir þeim er bréfið nefnir umboð flokksins til umræðna við forsvarsmenn annarra stjórnmálaflokka um myndun ríkisstjórnar og skilyrði Pírata fyrir slíku samstarfi. Erindisbréfið gildir til loka dags 16. desember 2017 eða þar til ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa, hvort sem fyrr verður.
Umboðið gildir um viðræður, formlegar og óformlegar og er gert ráð fyrir að Píratar byggi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf á niðurstöðum viðræðnanna.
Umboðsmenn hafa frjálsar hendur um val viðmælenda sinna hjá öðrum stjórnmálaflokkum. Þeim er heimilt að semja um skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi við aðra flokka og stilla upp drögum að stjórnarsamkomulagi. Umboðsmenn skulu þó ávallt hafa hafa samþykkta kosningastefnu Pírata til grundvallar og þann fyrirvara gagnvart viðsemjendum að gildi samkomulags sé háð stuðningi þingflokks og hjóti aðeins gildi við staðfestingu grasrótar flokksins í atkvæðagreiðslu.
Eftir kosningar skal samráð við þingflokk vera reglulegt til að þingflokkur sé ávallt upplýstur um gang viðræðna. Með hliðsjón af af þeirri staðreynd að oft eru stjórnarmyndunarviðræður mjög bundnar trúnaði skulu skýrslur umboðsmanna og staða umræðna aðeins birt almennum flokksmönnum ef þingflokkur metur að það sé rétt, nauðsynlegt og í samræmi við skuldbindingar umboðsmanna um trúnað.
Þau er umboð hljóta samkvæmt þessu bréfi eru:
- Smári McCarthy
- Einar Brynjólfsson
- Birgitta Jónsdóttir
Erindsbréf þetta er gefið út á félagsfundi þann 16. desemberber 2016 og tekur gildi að fenginni staðfestingu, grasrótar, framkvæmdaráðs og þingflokks samkvæmt lögum Pírata.