Reglur: Pírataspjallið
Málsnúmer: | 3/2019 |
---|---|
Tillaga: | Reglur: Pírataspjallið |
Höfundur: | jonthorgal |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 09/07/2019 11:40:43 |
Umræðum lýkur: | 16/07/2019 12:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 09/07/2019 12:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 16/07/2019 12:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 56 (6 sitja hjá) |
Já: | 45 (80,36%) |
Nei: | 11 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með vísan í Samþykkt stefna Pírata um stjórnun Pírataspjallsins 04.06.2016: https://x.piratar.is/polity/1/document/220/
...og í ljósi óánægju með ýmsa þætti Pírataspjallsins,
...og á grundvelli tilraunar í grasrót Pírata að gera Pírataspjallið að málefnalegri umræðuvettvangi:
https://docs.google.com/document/d/13K2gMkOIKvkm10pBWXoimxI8s5Vc7bAvmVgSJs-8tAo/edit?usp=sharing
...og horft til þess að þetta eru lágmarksbreytingar á gildandi reglum sem grasrótarfundur í lok júlí mun meta árangurinn af og ræða framhaldið:
https://www.facebook.com/events/637032010113518/
...þá er lagt til að samþykkja eftirfarandi sem nýjar:
Reglur Pírataspjallsins.
Formáli fyrir fjölmiðla:
Vert er fyrir fjölmiðla sem taka þátt eða eru að fylgjast með umræðum hér að hafa í huga að umræður sem eiga sér stað hér endurspegla ekki stefnu Pírata nema það sé sérstaklega tekið fram. Engar ákvarðanir eru teknar fyrir hönd félagsins hér. Við mælum með póstlistanum og kosningakerfunum okkar til að ná sambandi við skráða félagsmenn.
Á Pírataspjallinu ber hver og einn ábyrgð á eigin orðum. Pírataspjallið fellur undir þær notendareglur sem Facebook setur öllum notendum og er meðlimum spjallsins bent á að kynna sér þær. Verði meðlimir varir við að aðrir brjóti þær reglur sem facebook setur er þeim bent á að nýta sér viðeigandi tilkynningarmöguleika Facebook. Brot á reglum Pírataspjallsins má tilkynna til stjórnenda og eru notendur hvattir til þess.
Píratapjallið er almennt spjall og hefur undirspjallsvæði fyrir ýmis umræðuefni. Stjórnendur mega vísa póstum sem við eiga á undirspjallsvæði og frysta þá af þessari ástæðu. Stjórnendur geta stofnað slík undirspjallsvæði þegar umræðuefnið er orðið það fyrirferðamikið að önnur umræðuefni komast illa að
Póstar, eða ummælum á póstum, sem kalla fyrst og fremst á neikvæð viðbrögð frekar en umræðu eða innihalda níð, uppnefni, ruslpóstun, meiðyrði, hótanir eða annað ólöglegt athæfi á ekki heima á Pírataspjallinu og er óheimilt.
Séu ofangreindar reglur brotnar skulu stjórnendur Pírataspjallsins fela brotlega pósta eða ummæli og þagga þann brotlega þar til admin geti yfirfarið ákvörðunina innan sólarhrings.
Brot sem kalla á varanlegt bann eru: Beinar hótanir, en þær verða einnig tilkynntar til lögreglu, sala á lyfjum eða vímuefnum, birting á klámi,. Einstaklingar sem eru gagngert að standa í niðurrifi og hafa gerst brotlegir 3 sinnum síðustu 12 mánuði.
Stjórnendur skulu á spjallsvæði Pírata birta rökstuðning fyrir ákvörðunum sínum samkvæmt þessum reglum með vísan í þá grein reglnanna sem við á eða samþykktrar stefnu Pírata um Pírataspjallið.