Loftslagsaðlögunarstefna
Fundargerð félagsfundar Pírata 29. okt 2020:
https://github.com/piratar/fundargerdir/blob/master/2020/F%C3%A9lagsfundir/2020.10.29.md
Málsnúmer: | 10/2020 |
---|---|
Tillaga: | Loftslagsaðlögunarstefna |
Höfundur: | htg |
Í málaflokkum: | Gagnsæi, Umhverfismál, Þjóðaröryggi |
Upphafstími: | 13/11/2020 12:00:30 |
Umræðum lýkur: | 27/11/2020 12:01:02 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 20/11/2020 12:01:02 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 27/11/2020 12:01:02 (0 minutes) |
Atkvæði: | 41 (2 sitja hjá) |
Já: | 34 (82,93%) |
Nei: | 7 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Álykta Píratar:
Stjórnvöld skulu birta og fylgja eftir áætlunum um aðgerðir til að tryggja áframhaldandi tilveru Íslands og velferð og öryggi landsbúa, dýra og gróðurs á meðan afleiðingar loftslagshlýnunar ganga yfir.
- 1.1. Áætlanirnar skulu vera aðgengilegar almenningi.
- 1.2. Áætlanirnar skulu gera ráð fyrir að loftslag jarðar verði allt að þremur gráðum hlýrra árið 2055, og allt að fjórum gráðum hlýrra árið 2090 (miðað við meðalhitastig á árunum 1850-1900).
- 1.3. Skýrslurnar skulu innihalda spár um áhrif þriggja til fjögurra gráða hlýnunar á Íslandi, og samsvarandi súrnunar sjávar.
- 1.4. Áætlanir skulu miða við íbúafjölda í samræmi við hámannfjöldaspá Hagstofu Íslands.
- 1.5. Í áætlunum skal gera áhættumat sem byggir á heildstæðu ítarlegu mati færustu sérfræðinga á hlutaðeigandi sviðum um þætti eins og t.d. fæðuöryggi, birgðaflutninga, hækkun matvælaverðs, skorts á innfluttum nauðsynjavörum fyrir almenning og vörum til að viðhalda innviðum samfélagsins.
- 1.6. Í áætlunum verði rammi fyrir Almannavarnir að vinna eftir varðandi rýmingar vegna hættu á sjávarflóðum, auk aðgerða til að aðlagast nýjum tegundum í vistkerfi Íslands og leiðir til að sporna við slíku ef svo ber undir.
Efla skal fæðuöryggi á Íslandi þannig að ef til kemur að innflutningur nauðsynlegra matvæla og aðfanga skerðist verulega verði öryggi landsbúa tryggt. Hvetja þarf til fjölbreyttrar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu með markvissum styrkjum til nýsköpunar, rannsókna og þróunar, þar á meðal fyrir matvælaframleiðslutækni óháða veðri og loftslagi.
Efla skal vísindalegar grunnrannsóknir og þróun á sjálfbærri innlendri framleiðslu almennt t.d. með því að stuðla að notkun vistvænna orkugjafa fyrir t.d. bifreiðar, flugvélar, skip og vinnuvélar, auk þess að efla rannsóknir er varða endurvinnslu, hringrásarhagkerfið innanlands og líftækni sem eykur nýtingarmöguleika á vannýttum auðlindum.
Kanna skal hvernig hægt er að bregðast við breyttum sviðsmyndum á vöruflutningum um Atlantshaf, t.d. með vöruflutningamiðstöð á Íslandi sem nýtist til að tryggja velferð og öryggi landsbúa.
Rannsaka skal hvort gera megi neyðarástandssamninga við önnur ríki um matvæli og aðföng sem flytja má til landsins ef nauðsyn krefur.
Greinargerð:
Loftslagsbreytingar vegna hlýnunar af mannavöldum eru þegar hafnar og farnar að ógna mannvirkjum, vistkerfum og mannslífum víða um heim. Fyrirséð er að staðan fari versnandi í nánustu framtíð. Því verða íslensk stjórnvöld þegar í stað að grípa til aðgerða sem miða að því að lágmarka samfélagslegan skaða og tryggja velferð landsmanna til langframa.
Píratar hafa þegar samþykkt viðamiklar stefnur um umhverfismál og mótvægisaðgerðir til að varna gegn loftslagsvá. Þessi tillaga tekur hinsvegar til aðlögunaraðgerða sem nauðsynlegt er að hefja skipulagningu á strax. Slíkar aðgerðir eru ekki endilega svipaðar mótvægisaðgerðum.
Hví eiga stjórnvöld að gera ráð fyrir þriggja gráða hlýnun árið 2055 og fjögurra gráða hlýnun árið 2090?
Andrúmsloft jarðar er nú þegar einni gráðu hlýrra en það var á árunum 1850 – 1900. Það stefnir í að jörðin hlýni um allt að þrjár gráður fram til ársins 2055 og um allt að fjórar gráður til ársins 2090 ef gildandi löggjöf ríkja heimsins helst óbreytt.
Í fimmtu skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út árið 2014, er sett fram spá um fjórar mögulegar sviðsmyndir byggðar á ólíkum forsendum. Sviðsmyndirnar heita á ensku ‘Representative Concentration Pathways,’ skammstafað RCP, og eru auk þess númeraðar til aðgreiningar. Tölurnar um hækkun hitastigs miða allar við meðalhitastig á árunum 1850 – 1900 (preindustrial). Sú sviðsmynd sem leiðir til mestrar hlýnunar, RCP8,5, er stundum kölluð “business as usual” og líkleg hlýnun vísar til þess að 66 prósent líkur eru taldar á að hlýnunin verði á því bili sem þar er tiltekið (en 17 prósent líkur á að hún verði meiri).
Árabil: 2046–2065 (um 2055) 2081–2100 (um 2090)
Sviðsmynd: Meðaltal og ‘líkleg hlýnun’ Meðaltal og ‘líkleg hlýnun’
RCP2,6: 1,6 (1,0 til 2,2) 1,6 (0,9 til 2,3)
RCP4,5: 2,0 (1,5 til 2,6) 2,4 (1,7 til 3,2)
RCP6,0: 1,9 (1,4 til 2,4) 2,8 (2,0 til 3,7)
RCP8,5: 2,6 (2,0 til 3,2) 4,3 (3,2 til 5,4)
Á vefsíðunni Climate Action Tracker má sjá að gildandi löggjöf og aðgerðir stjórnvalda í löndum heims í september 2020 þýddu áframhaldandi kolefnislosun sem myndi leiða til 2,9 gráða hlýnunar á þessari öld, en hugsanlega allt að 3,9 gráða hlýnun. Sé horft til loforða og markmiða ríkja heims (Pledges and Targets) á þessu sviði stefnir í 2,7 gráða hlýnun á þessu sama tímabili, en mögulega allt að 3,5 gráða hlýnun.
Ítarefni:
https://www.vedur.is/media/rannsoknir/Loftlagsskyrsla_Vefur-Kafli-3-Hnattraenar-loftslagsbreytingar.pdf
https://en.wikipedia.org/wiki/Representative_Concentration_Pathway
http://www.climatechange2013.org/images/report/WG1AR5_SPM_FINAL.pdf
https://climateactiontracker.org/global/cat-thermometer/
https://climateactiontracker.org/media/images/CAT-Thermometer-2020.09-3BarsText.original.png
Til hvers ættu stjórnvöld að birta áætlanir, aðgengilegar almenningi?
Gagnsæi, aukið lýðræði og upplýsingaaðgengi eru meginstef í stefnum Pírata, auk tjáningarfrelsis. Birting á áætlunum er mikilvæg til þess að almenningur sé meðvitaður um efni og innihald áætlana, og geti þannig gagnrýnt þær og bætt. Einnig til að sýna fram á hvort og hve mikið stjórnvöld hafa hugsað um framtíðaröryggi landsbúa.
Af hverju getur verið mikilvægt að safna birgðum og auka matarframleiðslu á Íslandi?
Loftslagsbreytingar auka hættu öfgum í veðurfari, til dæmis þurrviðrum, flóðum, stormum og hitabylgjum, sem geta raskað matvælaframleiðslu, jafnvel á mörgum svæðum samtímis. Því má búast við sveiflum í matarverði og hugsanlega enn meiri hungursneyð og röskun á innflutningi þegar matvælaframleiðsla og -dreifing skerðist.
Á meðan hitastig á jörðinni hækkar, eykst mannfjöldinn og þjóðartekjur á mann í fátækari löndum hækkar sem í ljósi reynslunnar leiðir til þess að íbúar þeirra auka neyslu dýraafurða. Matvæli úr dýraríkinu þurfa bæði meiri aðföng og landrými. Þannig þarf meira ræktarland til að fæða fleiri. Á sama tíma rýrnar flatarmál ræktarlands vegna uppblásturs, hækkandi sjávarstöðu og eyðileggingar af völdum óveðra. Frjósemi ræktarlanda minnkar vegna aukins hita, minni úrkomu og næringarefnaskorts af völdum fyrri gjörnýtingar landsins. Afleiðingin er að fæðuframleiðsla mun ekki ná að svara aukinni eftirspurn, þannig að matarverð mun hækka og sum ríki jafnvel grípa til aðgerða til að takmarka útflutningu matvæla til að tryggja fæðuöryggi eigin borgara.
Því hefur einnig verið spáð að, ef kolefnisbinding verður framkvæmd víða (með jurtabrennslu eða ekki) -- sem líkön Sameinuðu þjóðanna, um viðnám loftslagsbreytinga til þess að hlýnun fari ekki yfir 1,5 eða 2 gráður, gera ráð fyrir -- muni matarverð margfaldast um heiminn, þar með Evrópu.
Ísland gæti verndað sig fyrir sveiflum í matvælaverði á alþjóðamarkaði með því að safna birgðum, en þó enn betur með því að auka matvælaframleiðslu innanlands.
Aðrar hættur tengdar hlýnandi loftslagi varða sjávarútveg, því hlýnun og súrnun sjávar (og mengun yfir höfuð, meðal annars plastmengun) munu breyta vistkerfi sjávar og hafa áhrif á viðgang nytjastofna. Súrnun og hlýnun sjávar munu einnig geta haft neikvæð áhrif á sjókvíaeldi og samsetningu fiskeldis í framtíðinni. Fiskiskip eru einnig háð innfluttu eldsneyti í dag, en því væri hægt að breyta í náinni framtíð með framleiðslu á lífdísel og hugsanlega eldsneyti framleitt úr rafmagni.
Ítarefni:
https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0308521X18307674
https://www.bbc.com/news/science-environment-53891414
Sjálfbær matvælaframsleiðsla óháð veðri og loftslagi
Fyrir henni eru margar ástæður:
1. Loftslagið breytist, og mun breytast um alla öldina og framar, og margt er óvitað. Slíkar breytingar gætu ónýtt suma landbúnaðarhætti. Kannski verða óveður tíðari og verri, sem dæmi.
2. Sum úrræði hnattarverkfræða (e. geoengineering) eru tiltölulega ódýr, svo ríki í loftslagsþrengingum gæti notað þau einhliða til þess að lækka hitastigið tímabundið -- jafnvel í fleiri ár án samráðs við nágranna sína, sem gæti skapað eldfimt ástand.
Matvælaframleiðsla í stýrðu umhverfi (gróðurhús) er leið til að skýla gróðri og ræktun fyrir veðri, vindum og veðurofsa og opnar möguleika á að rækta fjölbreyttari tegundir grænmetis en hægt er í útiræktun á Íslandi. Innanhússræktun krefst þó raforku og varma, en gnótt er af hvoru tveggja á Íslandi. Megnið af matvælaframleiðslu fer þó fram undir berum himni og enn eru möguleikar að auka útiræktun matvæla á Íslandi. Með einföldum aðgerðum eins og skjólbeltum úr tjágróðri er hægt að hækka hitastig staðbundið. Einnig er hægt að koma upp einföldum skýlum og köldum gróðurhúsum sem verja gróður fyrir slæmum veðurskilyrðum og lengja rætkunartímabilið. Mikilvægt er að efla landbúnað sem er lífrænn og/eða sem sýnt hefur verið fram á að bindi koldíoxíð í meira mæli í jarðvegi en hefðbundinn landbúnaður. Það viðheldur nátturlegri hringrás næringarefna og uppbyggingu jarðvegs.
Einnig eru tilraunir í því að framleiða fæðu með rafsundrun og gerlum sem nærast á vetni, í fyrirtækjum á Finnlandi (Solar Foods) og Bandaríkjunum (Kiverdi). Frá því að nýtni rafsundrunar getur verið yfir 50%, ef nýtni gerlanna næði 10% þá væri unnt að fæða 500 000 manns á Íslandi þannig: árið 2017 notuðu álver 11,2 billjónir hitaeininga (13 teravattstundir), og maður neytir tæprar millljónar hvert ár. Slík tækni væri alveg óháð veðri og virkaði svo lengi sem rafmagn væri fáanlegt.
Með tilvísun í Grunnstefnu Pírata:
- 1: um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu.
- 4.3: Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.
Og með hliðsjón að:
- Loftslagsaðlögunarályktun Pírata (https://x.piratar.is/polity/1/issue/426/)