Fara aftur í þing

Þjóðaröryggi

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Ferðamálastefna Lokað 22 115
Varnarmál Lokað 14 19

Nýjar umræður

Tek undir athugasemdir hér að ofan, gistináttagjald tryggir ekki endilega því sveitafélagi þar sem mestur ágangur er á náttúruna tekjur ef að ferðamenn gista á höfuðborgarsvæðinu og fara til dæmis í dagferðir (The Golden Circle sem dæmi). Eins er ákveðið vandamál fólgið í því að einskorða gistináttagjald við prósentuhlutfall eingöngu, húsnæðisverð er hærra á höfuðborgarsvæðinu og gistináttagjaldið yrði þeim mun hærra í krónum talið þótt ágangur á náttúruna í kringum höfuðborgarsvæðið sé kannski það sem menn hafa sýst áhyggjur af. Auk þess er ekki ljóst hvernig tekjur af þessu gagnast til verndar hálendis.
12/06/2016 15:55:32
Tek undir það sem Thorp segir hér að framan - mér finnst ekki síst vanta að tekið sé tillit til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið framkvæmd á þessu sviði - verð því miður að segja nei.
12/06/2016 12:56:36
Góð byrjun og þörf umræða. Tel hins vegar að tillit þarf að taka til athugasemdur varðandi hvar er gist og hvar er skoðað. Líst vel á að láta renna í sjóð sem sótt verður úr til uppbyggingar og fleira.
11/06/2016 12:38:36
þessa stefnu þarf að búta í sundur og setja fram í hlutum, sveitarfélögin eru afskaplega misjöfn að stærð og getu, nauðsyn á að eyða bæði í nærsamfélagi þar sem þekking á staðháttum og áhugasamir heimamenn sjá um þjónustu við ferðamenn, en á sama tíma er þörf á samstilltum aðgerðum t.d. í kynningarmálum, stöðlun í vinnubrögðun, samhæfingu og þ.a.l. landspotti - segi nei í bili og bíð spennt eftir næstu umferð
10/06/2016 15:13:22
Góð byrjun þar sem tillagan kemur af stað umræðu. Tillagan er hins vegar of víðtæk og ekki nægilega beitt. Sumt af því sem þarna er tínt til, er nú þegar í Vegvísi stjórnvalda - framtíðarsýn í ferðaþjónustu á Íslandi. Það sem vantar í þessa umræðu er að mínu mati: Sameiningar/samnýting stofnana í stoðkerfi greinarinnar, aukin skilvirkni í stofnanakerfinu, beinar aðgerðir í þágy dreifingar ferðamanna, beinar aðgerðir varðandi aðkomu, umhirðu, salernismál og þjónustu á helstu ferðamannastöðum ofl. Í dag koma öll ráðuneyti að þessari atvinnugrein, milli 60 og 70 lög og lagagreinar tengjast atvinnugreininni, mikill skortur er á eftirliti með starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja svo nokkur dæmi séu tekin hvað stoðkerfið varðar. Ferðamálastofa tilheyrir ANR, Íslandsstofa heyrir undir Utanríkisráðuneytið. Allt sem heitir eftirlit þarfnast mikillar endurskoðunar og umfram allt aðgerða. Nýlega setti ANR 135.000.000 í rannsóknarvinnu (sem vissulega er mikilvæg) í stað þess að verða við ákalli um beinar aðgerðir, t.d. varðandi eftirlit. Sagt er að greinin skili um 50-60 milljörðum til ríkisins í gegn um alls kyns skattheimtu á ári nú þegar. Þessir fjármunir eru hins vegar ekki eyrnamerktir og hverfa því í kerfið. Þetta þarf að endurskoða og tryggja að skattur af greininni t.d. gistináttaskattur, fari til uppbyggingar hennar. Nýlegar lagabreytingar um Airbnb eru að mínu mati varasaman. Í Vegvísi stjórnvalda er eitt af helstu markmiðum að auka arðsemi greinarinnar. Lagabreytingin geri hins vegar ráð fyrir að þeir sem bjóða Airbnb gistingu þurfi að lækka gjaldið, því þakið er bara 1.000.000 á 3 mánuðum. Afleiðingin er augljós: undanskot. Við eigum ekki að stefna á lágvöru þjónustu, heldur sejla gæði. í dag eru aðeins 10% þeirra sem bjóða svona gistingu með leyfi. Þessi 90% fá þarna 90 daga frísvæði frá lagabrotum að þvi er virðist. Stefna Pírata í þessum málaflokki á að mínu mati að snúast um; aukna skilvirkni, betri nýtingu mannafla og fjármagns og aukið vald til aðgerða. Ég tel að tillagan þurfi því mun skýrari ramma.
08/06/2016 13:09:42
Styð flestar tillögurnar en bendi á að það er ekkert vit í því að setja 10+ atriði inn í eina ályktun. Heppilegra væri að brjóta þetta eitthvað niður til að auðvelda félögum að taka afstöðu til hverrar ályktunar fyrir sig.
08/06/2016 11:09:38
Eirikurtht. Ég kemst yfirleitt alls ekki á félagsfundi þar sem ég bý á austurlandinu. Ég kom með athugasemdir á Discorse og í padinn, það var þó tekið tillit til einhverja hluta sem ég nefndi eins og með leiðsögumenn og landverði, ég kannski smá fljótur á mér þegar ég nefndi að ekkert hafi verið skoðað. Enþá eru stórir annmarkar eins og með gistináttagjaldið, gistináttagjald er ekki einungis tekið af hótelherbergjum, heldur tjöldum og plássi í fjallaskála. Þar getur verið flókið að halda þessu til haga, sérstaklega með prósenturnar þar sem tekið er gjald á hverja gistieiningu sem er þá eitt tjald en á tjaldsvæðinu er greitt fyrir persónur í tjaldi og stundum börn með afslátt eða ellilífeyrisþegar. Þá er gefinn afsláttur fyrir hópa eða vegna ýmissa ástæðna. Þar að auki er lagður VSK ofan á gjaldið og flækir það þá enn frekar. Að auki er verið að fjalla um þetta hér meðan það er sér kosning í gangi í kerfinu um gistináttagjaldið. Svo er talað um að dreifa ferðamönnum á lítt þekktar perlur. Margir staðir á Íslandi þola meiri fjölda, en verði þeir staðir gerðir meira aðlaðandi þá þarf einnig að hafa meira til að gera fyrir gestina fyrst þeir lögðu upp í þessa langferð. Þá verður að hugsa um mannlega þáttinn, oft er hann ekkert síðara aðdráttarafl heldur en náttúruperla. Eins og handverkskonan eða maðurinn sem talar ekki orð í öðru tungumáli en samt nær að gera sig skiljanlega/nn með sýnikennslu og látbragði og brosir svo yndislega. Það þarf að hlúa að þessu líka og passa að það sé til staðar, gefa litlu samfélögunum gaum og efla innviði áður en það er of seint. Ríkið styrkir Landsbjörg að einhverju leiti. t.d. með fjárframlögum, Safe-travel og með niðurfellingu gjalda. Landsbjörg styrkir svo sínar einingar og ljóst er að stærri einingar fá stærri styrki þó lögum um það hafi nýlega verið breytt og minni einingar fá núna stærri bita af kökunni. Margar litlar sveitir væru alveg til í frekari fjárframlög þar sem t.d. flugeldasala er á sumum stöðum orðin samfélagsleg skylda sveitanna og veitir litlum pening í sjóð þeirra. Það verður að passa upp á sjálfboðaliða andann og það tel ég að verði ekki gert með auknum fjárframlögum frá ríkinu. Nú eru að spretta upp einkaaðilar útum allt land sem sinna mörgu af því sem björgunarsveitirnar sinntu en auðvitað eru þær meginstoð í öryggi ferðamanna. Ég velti þessu einnig fyrir mér: Ríkið stefni að auknu eignarhaldi á ferðamannastöðum þegar tækifæri býðst til slíks. Segjum sem svo að Friðheimar eða ísgöngin í Langjökli væru sett á sölu, ætti þá ríkið að eignast þessa staði? Þarf ekki að takmarka ferðamannastaðina við svæði á náttúruminjaskrá eða eitthvað þessháttar? Vegna þessara annmarka þá get ég ekki kosið með þessari stefnu í þetta skiptið.
07/06/2016 10:33:28
Þetta er ágætis byrjun, væri til í að kjósa með í næstu tilraun eftir að tekið hefur verið tillit til athugasemda.
06/06/2016 18:50:14
Zolgrab. Komstu með þessar athugasemdir a felagsfundinum þegar við baðum folk að mæta og hjalpa okkur við lokastefnudrog? Og mættiru a einhvern vinnfund þvi eg þekki þig ekki her undir þessu dulnefni. Þu matt endilega aðstoða okkur þegar við tokum þessa stefnu aftur upp. En við skoðum allar athugasemdir en enginn þeirra sem gerðu athugasemdir komu a felagsfundinn. Kveðja
06/06/2016 14:08:38
Það er greinilegt að þær athugasemdir sem ég kom með við vinslu þessarar stefnu hafa ekkert verið skoðaðar og stefnan sett fram nánast eins og hún var í byrjun. Þeir sem sjá um þetta þurfa að kanna betur ferðaþjónustuna á landsvísu og vera í samtali við sveitarfélög. Þetta þarf að endurskoða.
06/06/2016 13:24:30