Lagabreytingar: Lækkun aldurstakmarks
Stjórn Ungra Pírata leggur til þessar breytingar á félagslögum Pírata, fundargerð félagsfundar má lesa hér:
https://bit.ly/365Pf7M
Málsnúmer: | 23/2021 |
---|---|
Tillaga: | Lagabreytingar: Lækkun aldurstakmarks |
Höfundur: | Gormur |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata, Lýðræði, Mannréttindi |
Upphafstími: | 02/07/2021 12:15:10 |
Umræðum lýkur: | 16/07/2021 13:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 09/07/2021 13:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 16/07/2021 13:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 37 (3 sitja hjá) |
Já: | 20 (54,05%) |
Nei: | 17 |
Niðurstaða: | Hafnað |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Tillaga
Breyting á lögum Pírata (lækkun aldurstakmarks fyrir aðild)
-1. gr.
Í stað orðsins “16” í 3.1. gr. kemur: 13.
-2. gr.
Breyting þessi tekur þegar gildi.
Greinargerð
Tillagan lækkar aldurstakmark um aðild að Pírötum frá 16 árum niður í 13.
Stjórnmálaþátttaka ungs fólks hefur mikið verið til umræðu undanfarin misseri, en átök hafa verið haldin til að reyna að fá ungt fólk í auknum mæli á kjörstað. Þar má sérstaklega nefna #ÉgKýs átakið sem hefur þótt einstaklega vel unnið. Einnig má nefna loftslagsmótmæli undanfarinna ára þar sem börn hafa beitt sér á öflugan hátt fyrir umbótum, en hreyfingin var stofnuð af Gretu Thunberg, sem var þá 15 ára, og hafa börn jafnvel yngri en 13 ára tekið virkan þátt. Þessi hópur hefur greinilegan áhuga og getu til að taka þátt í stjórnmálaumræðu og hefur ekki sama aðgang og aðrir.
Börn eru hagsmunahópur í einstaklega viðkvæmri samfélagslegri stöðu. Enginn annar hópur í samfélaginu er hefur jafn lítið vald yfir eigin aðstæðum. Þessi sérstaða skapar einstaka hagsmuni og sjónarmið, sjónarmið sem er nauðsynlegt fyrir upplýsta stjórnmálaumræðu um málefni barna. Börnum er þegar treyst til að taka þátt í samfélaginu á ýmsan hátt. 15 ára verða börn sakhæf, 13 ára er þeim treyst til að geta veitt samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Takmarkanir á stjórnmálaþátttöku hóps með einstaka hagsmuni og sjónarmið verða að vera einstaklega vel rökstudd, enda lýðræðinu ætlað að tryggja það að allir hafi rödd í ákvörðunum um þær reglur sem samfélagið setur. Treysti ríkið þessum einstaklingum til að samþykkja vinnslu persónuupplýsinga ættu Píratar að geta treyst þeim til að taka þátt í stefnumótun félagsins, hvað þá einstaklingum sem er treyst til að bera ábyrgð á gjörðum sínum fyrir dómi.