Lagabreyting PÍR
Málsnúmer: | 2/2023 |
---|---|
Tillaga: | Lagabreyting PÍR |
Höfundur: | Kristin |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 13/10/2023 15:40:28 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 21/10/2023 17:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 21/10/2023 18:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 0 (1 sitja hjá) |
Já: | 0 (0,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Hafnað |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Lagt er til að flestir kaflar séu endurnefndir og í einhverjum tilfellum að þeir séu færðir til. Lagt er til að kaflinn Ágreiningur sé feldur brott og ákvæði hans færð undir kaflann Lög og stefnur. Lagt er til að kaflinn Innkoma og rekstraratriði sé feldur brott í heild sinni enda er ekkert í honum sem er ekki kveðið á um í landslögum, augljósar rekstrar- og bókhaldsvenjur eða ekki kemur nú þegar fram í lögum Pírata og er bindandi fyrir aðildarfélög.
Fyrsti kafli: Heiti félagsins → Heiti og staður
Lagt er til að fyrstu greininni sé skipt í tvær greinar.
Lagt er til að grein um skammstöfun (PíR) sé bætt við. Finna má sambærilega grein í lögum Pírata en hún er þó að venju eingöngu notuð í alþjóðlegu samhengi.
Lagt er til að hluti úr fyrstu grein annars kafla, varðandi starfssvæði, sé fluttur í aðra grein þessa kafla.
Annar kafli: Hlutverk félagsins → Hlutverk og eðli
Lagt er til að hluti úr fyrstu grein þessa kafla, varðandi starfssvæði, sé fluttur í aðra grein fyrsta kafla.
Lagt er til að annarri greininni sé skipt í tvær greinar.
Þriðji kafli: Aðild að félaginu → Félagsmenn
Lagt er til að aldurstakmarkið sé samræmt við aldurstakmark móðurfélagsins. Það er óvíst að aðildarfélag geti haft þrengri kröfur en móðurfélagið þar sem félagatalið er alfarið á höndum móðurfélagsins og hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir því að kröfur aðildarfélaga séu önnur í útfærslu skráningu félagsmanna. Einnig er óvíst að aðildarfélag geti haft rýmri kröfur en móðurfélagið þar sem það myndi brjóta ákvæði móðurfélagsins sem krefur á um að félagi í aðildarfélagi sé ávallt félagi í móðurfélaginu.
Lagt er til að fjarlægð sé önnur grein sem segir að félagi í félaginu sé sjálfkrafa félagi í móðurfélaginu. Þetta liggur í hlutarins eðli og kemur fram í lögum móðurfélagsins. Í staðinn er hins vegar sett grein um að félagsaðild skuli ekki takmarkast við greiðslu félagsgjalda. Þetta hefur verið óskrifuð regla hjá Pírötum frá upphafi og er þess virði að taka fram í lögum félagsins.
Fjórði kafli: Stjórn félagsins → Félagsstjórn
Ekki eru lagðar til neinar breytingar á þessum kafla umfram þær að „stjórn félagsins“ verði „félagsstjórn“ og varamönnum í kjörnum embættum gert kleif stjórnarseta. Er þetta lagt fram til þess að takast á mögulegum mönnunarvanda.
Fimmti kafli: Félagsfundur → Félagsfundir
Lagt er til að efni kaflans sé í fullu samræmi við endurskoðuð ákvæði í lögum Pírata. Bent er á að samkvæmt núverandi lögum (gr. 7.2) hafa allir fundargestir tillögufrelsi, málfrelsi og atkvæðarétt óháð því hvort þeir séu meðlimir í aðildarfélaginu eða móðurfélaginu. Þetta þarf að teljast undarlegt.
Sjötti kafli: Aðalfundur
Lagt er til að efni kaflans sé í fullu samræmi við endurskoðuð ákvæði í lögum Pírata að undanskildu ákvæði þess efnis að félagsstjórn skuli kosin annað hvert ár í stað hvert ár. Er þetta talið nauðsynlegt til að byggja upp stofnanaþekkingu og halda reynslu innan félagsins til lengri tíma.
Sjöundi kafli: Lög, stefnumál og atkvæðagreiðslur → Lög og stefnur
Lagt er til að fyrsta grein þessa kafla, varðandi starfshæfni félagsins, sé flutt í kaflann um félagsslit.
Lagt er til að efni kaflans sé í fullu samræmi við endurskoðuð ákvæði í lögum Pírata. Birtingarfrestur er þó styttur í viku í stað tveggja.
Lagt er til að efni kaflans Ágreiningur séu færð í þennan kafla.
Áttundi kafli: Framboð
Lagt er til að félagsstjórn skipi verkefnisstjóra sem ber ábyrgð á móttöku framboða til framboðslistakosninga. Núgildandi lög kveða á um að tveir umboðsmenn skuli bera þessa ábyrgð en það þykir óraunhæft og óhagkvæmt að leggja svo mikið verk á herðar sjálfboðaliða.
Níundi kafli: Slit félagsins → Félagsslit
Lagt er til að fyrsta grein kaflans um lög og stefnur, varðandi starfshæfni félagsins, sé flutt í þennan kafla.