Kynbundið ofbeldi
Málsnúmer: | 40/2013 |
---|---|
Tillaga: | Stefna um kynbundið ofbeldi |
Höfundur: | stefanvignir |
Í málaflokkum: | Dómsmál |
Upphafstími: | 20/04/2013 21:06:13 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 23/04/2013 15:24:18 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 29/04/2013 15:24:18 (0 minutes) |
Atkvæði: | 36 |
Já: | 36 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilliti til:
Greinar §2.1 í grunnstefnu Pírata um eflingu og verndun borgararéttinda
Greinar §2.2 í grunnstefnu Pírata um útvíkkun borgararéttinda
Greinar §2.3 í grunnstefnu Pírata um vernd um núverandi réttinda
Greinar §1-§6 í stefnu Pírata um lögbundna kynfræðslu (https://x.piratar.is/polity/1/document/22/)
Ályktana og rannsókna International Models Project on Womens Rights (IMPOWR) (http://www.impowr.org/)
Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women (CEDAW) (http://www.un.org/womenwatch/daw/cedaw/cedaw.htm)
Rannsóknar innan lagadeildar Háskólans í Reykjavík á áhrifum sérfræðigagna á kynferðisbrotamál fyrir dómi (http://www.ru.is/forsiduflokkar/nr/28191)
Fréttar Fréttablaðsins,Gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála, 4. október 2012 (http://www.visir.is/gera-serstaka-uttekt-a-medferd-kynferdisbrotamala/article/2012121009435)
Tilkynningar Pírata, 2. febrúar 2013 (http://www.dv.is/frettir/2013/2/2/braut-thannig-freklega-gegn-kynfrelsi-hennar/)
Greinar Ragnheiðar Bragadóttur, Hvað er nauðgun?, 6. febrúar 2013 (http://www.visir.is/hvad-er-naudgun-/article/2013702069939)
Greinar Steinunnar Rögnvaldsdóttur, Kynfrelsi, ofbeldi og Hæstiréttur, 7. febrúar 2013 (http://www.visir.is/kynfrelsi,-ofbeldi-og-haestirettur/article/2013702079971)
Fréttar á vefsíðu Forsætisráðráðuneytis, Aðgerðir sökum neyðarástands vegna kynferðisbrota gegn börnum, 5. apríl 2013 (http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7546)
Álykta Píratar að:
Tryggt verði að kynfrelsi njóti fullrar og ótvíræðar lagaverndar.
Stuðlað skuli að því að notkun og gæði sérfræðigagna fyrir rétti í kynferðisbrotamálum verði aukin.
Efla skuli fyrirbyggjandi aðgerðir, m.a. með því að þessi málaflokkur verði tekinn sérstaklega fyrir í kynfræðslu i skólum þar sem sérstök áhersla verði lögð á gagnkvæma virðingu og upplýst samþykki. Stuðlað skuli að opinni umræðu um kynferðisbrot bæði á þeim vettvangi og í samfélaginu almennt.
Menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra fagstétta sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis (heilbrigðisstarfsfólks, sálfræðinga, félagsráðgjafa, lögregluþjóna, o.s.frv.) skuli innihalda sértækt efni um kynferðisofbeldi, afleiðingar þess, einkenni o.s.frv. Þetta á ekki síst við um það fólk sem sinnir fyrstu viðbrögðum við kynferðisbrotum. Mikilvægt sé að efla þekkingu þess á dæmigerðri hegðun kynferðisbrotaþola í kjölfar brots þar sem það getur átt von á að vera kallað til vitnis um ástand og hegðun brotaþola fyrir dómi. Einnig skuli stuðlað að því að efla færni dómara í að leggja mat á vitnisburði almennt.
Auka skuli fjármagn til Neyðarmóttöku Landsspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis svo bæta megi þjónustu við þolendur og svo hægt verði að koma á fót sérstakri þjónustu fyrir karlkyns þolendur kynferðisofbeldis.
Bjóða skuli þolendum aukna sálfræðiþjónustu strax í upphafi kæruferlis eða málsmeðferðar svo einstaklingurinn geti tekist betur á við það sem fylgir því að kæra kynferðisafbrot.
Ákveðnar fjárupphæðir verði eyrnamerktar til rannsókna á kynferðisafbrotamálum til þess að vega upp á móti lágum forgangi þeirra í kerfinu sökum lágrar sakfellingartíðni.
Áfram verði unnið eftir tillögum samráðshóps forsætisráðherra til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum.