Málefni ungs fólks
Málsnúmer: | 49/2013 |
---|---|
Tillaga: | Stefna um barna- og ungmennalýðræði |
Höfundur: | stefanvignir |
Í málaflokkum: | Lýðræði, Menning |
Upphafstími: | 23/05/2013 17:09:56 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 04/06/2013 17:09:56 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 10/06/2013 17:09:56 (0 minutes) |
Atkvæði: | 22 (1 sitja hjá) |
Já: | 11 (50,00%) |
Nei: | 11 |
Niðurstaða: | Hafnað |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun í
- Grunnstefnu Pírata:
** 2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
Með hliðsjón af
Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. 1. mgr. 12. gr:
Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.
Nálægðarreglu.
Álykta Píratar svo
Kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár.
Auka verður lýðræðisþátttöku barna og ungmenna.
Í því tilliti verði gerð áætlun sem miðar að því að þrepaskipta lýðræðisþátttöku barna samhliða námi, þar sem börnin byrja á lýðræðisþátttöku í nærumhverfi sínu og fái sífellt aukin tækifæri til þátttöku þar til þau fá kosningarétt.