Afgreiðsla tillagna til rafrænnar kosningar

Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.

Málsgrein 5.8 og 6.7 stangast á þar sem grein 5.8 (í kaflanum um félagsfundi) segir: "5.8. Í kosningum á fundum eru ákvarðanir teknar með einföldum meirihluta." og 6.7 (kaflanum um lög og stefnumál) segir: "6.7. Með samþykki 5% fundarmanna á almennum félagsfundi, en lágmark þriggja, skal vísa tillögu að stefnu til rafrænna kosninga."

Á félagsfundum eru ákvarðanir teknar með einföldum meirihluta nema þegar vísa á tillögum til rafrænna kosninga. Tilgangurinn með grein 6.7 er að gefa fundinum minna vægi að ákveða hvaða mál fara inn í kosningakerfið - en að sama skapi þá þarf ekki nema þrjá á fundum þar sem allt að 60 manns sækja til þess að koma hvaða máli sem er inn í kosningakerfið, hversu vel eða illa sem tillagan er unnin.

Málsnúmer: 1/2014
Tillaga:Lög Pírata
Höfundur:bjornlevi
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:11/01/2014 17:49:32
Atkvæðagreiðsla hefst:11/01/2014 18:22:25 (0 minutes)
Atkvæðagreiðslu lýkur:18/01/2014 23:59:59 (0 minutes)
Atkvæði: 29 (2 sitja hjá)
Já: 18 (62,07%)
Nei: 11
Niðurstaða:Hafnað
Meirihlutaþröskuldur:66,67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.