Fara aftur í þing

Tjáningarfrelsi

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Breyting á stefnu um stjórnskipunarlög Lokað 15 120
Tillaga að stefnu í málefnum fanga Lokað 0 25
Tjáningar- og upplýsingafrelsi Lokað 3 24
Stjórnskipunarlög Lokað 0 30
Mannanöfn Lokað 15 22
Trúmál Lokað 5 31

Nýjar umræður

Svona til að það komi fram, þá er ég höfundur upphaflegu stefnunnar og tek heilshugar undir þá staðhæfingu sem fram kemur í greinargerðinni, að hér sé ekki um neina efnisbreytingu að ræða. Orðalagið verður ekki loðnara; þvert á móti verður með þessu auðveldara að hrekja misskilning sem hefur umtalsvert borið á. Stefnan var aldrei að samþykkja frumvarpið eins og það kom frá stjórnlagaráði orðrétt.
28/03/2016 00:17:19
Það verður að vera alveg skírt fyrir alla, kjósendur sem framtíðar þingmenn okkar, hvaða stefnu Piratar hafa til Þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Þjóðin hefur þegar kostið um tillögu Stjórnlagaráðs og nú er það okkar að fylgja samþykki þjóðarinnar á henni eftir af fullum þunga. Orðalag stefnu okkar eftir þessa breytingu er skýrara að mínu mati, en þetta mál er meginástæða þess að ég gekk í Pírata. Ég segi því Já.
27/03/2016 12:43:26
@asgeirbald Við erum sammála um óheppilegt og loðið orðalag í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Enda getur maður spurt 5-10 manns sem allir sögðu já hvað þeir hafi meint með sínu já og færð 5-10 mismunandi svör. Það breytir ekki að þjóðin sagði já við þessari loðnu spurningu. Þeir sem túlka það já þannig að þjóðin hafi viljað fá tillögurnar inn sem nýja stjórnarskrá óbreyttar og orðréttar eru á alveg jafn miklum villigötum og þeir sem túlka jáið þannig að það megi breyta tillögunum að vild. Það hlýtur að vera einhver millivegur þarna á milli. Inni á Fuglabjarginu hef ég stungið upp á þremur mismunandi leiðum til að uppfylla vilja þjóðarinnar. Þær hugmyndir hafa því miður ekki fengið þá umræðu sem ég tel þær verðskulda. Hægt er að finna þær hér: https://discourse.piratar.is/t/stutt-kjortimabil-eda-ekki-thrjar-leidir-ad-nyrri-stjornarskra/486?u=bergthor Breytingartillagan sem hér liggur fyrir hefur þó engin áhrif á hvernig við tökum á málinu. Hún skýrir aðeins hver stefna okkar er í rauninni án þess að breyta henni efnislega.
25/03/2016 03:38:04
Þjóðaratkvæðagreiðslan var óheppilega loðin. Kosið var um að það frumvarp að nýjum stjórnskipunarlögum sem Stjórnlagaráð skilaði af sér ári fyrr og það kallað tillögur og spurt hvort leggja ætti þær til grundvallar. Auðvitað má segja að öll frumvörp séu tillögur að lögum, en í raun er aðalgallinn við að vilja ekki samþykkja frumvarpið óbreytt er að það er erfitt að finna einhverja tvo sem eru sammála um hvaða breytingar eru æskilegar. Enda er afurðin málamiðlun 25 leikmanna úr öllum flokkum með fjölbreyttan bakgrunn og ýmsa menntun. Hitt atriðið er að þegar þessi stjórnarskrá hefur öðlast gildi verður mun auðveldara að endurskoða stjórnskipunarlög í framtíðinni. Og þar af leiðandi er ekki aðalatriði að betrumbæta frumvarpið heldur að rýnilesa það og lagfæra agnúa sem flestir geta verið sammála um ef einhver finnur slíka agnúa.
25/03/2016 02:45:56
Þakka skýringarnar. Þetta virðist vera til bóta og það skal ég styðja.
24/03/2016 22:32:14
Þetta er mjög þörf breyting. Hér að ofan eru áhyggjur viðraðar af því að orðalagið sé loðnara. Það er ekki loðnara heldur þvert á móti skýrara, og í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, ólíkt stefnunni eins og hún stendur fyrir breytingu.
24/03/2016 14:30:22
Orðalagið er einnig í samræmi við orðalagið úr þjóðaratkvæðagreiðslunni nema að því leytinu til að tekinn er af allur vafi með því að sleppa því að tala um _frumvarp_ að nýrri stjórnarskrá og í þess stað talað um að samþykkja skuli nýja stjórnarskrá þar sem tillögur stjórnlagaráðs verða lagðar til grundvallar. Ég mun því kjósa með þessari tillögu og hvet alla pírata til hins sama.
23/03/2016 18:12:32
Mér þætti afskaplega undarlegt ef flokkurinn hafnar þessari breytingartillögu. Það væri auðveldlega hægt að skilja þá niðurstöðu þannig að flokkurinn væri annars vegar ekki sammála niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 og að flokkurinn væri búinn að skipta um skoðun frá því kosið var um ályktun aðalfundar 2015. Breytingartillagan felur nefnilega í sér orðrétt sama orðalag og í ályktuninni.
23/03/2016 18:08:45
@bofs Nei, ég tel orðalagið ekki útiloka betrumbætur á tillögunum. Ég held að fólk almennt myndi ekki vera ósátt við breytingar sem myndu gera stjórnarskrána enn betri en það sem kom fram í tillögum stjórnlagaráðs. En þar fyrir utan þá felst engin efnisleg breyting á núgildandi stefnu okkar í þessu máli í þessari breytingartillögu. @asgeirbald Að sjálfsögðu er þessi kosning ekki óþörf. Þetta er tillaga sem var löglega lögð fram á löglega boðuðum félagsfundi og því er ekki bara þörf heldur er nauðsynlegt að kjósa um hana. En eins og ég sagði fyrir ofan og eins og stendur í greinargerðinni þá felst engin efnisleg breyting í þessari breytingartillögu. Þú segir að það liggi nú þegar fyrir skýr stefna í þessu máli. Svo er augljóslega ekki þar sem fólk hefur ítrekað misskilið gömlu stefnuna á þann hátt að samþykkja skuli nýja stjórnarskrá sem er orðrétt eins og tillögur stjórnlagaráðs. Í núgildandi stefnu segir; "Samþykkja skal frumvarp til stjórnskipunarlaga sem er samhljóða frumvarpi Stjórnlagaráðs í öllum efnisatriðum." Þetta þýðir ekki orðrétt heldur samhljóða í öllum efnisatriðum. Þetta hefur valdið misskilningi. Það er ekki verið að kjósa um að gera orðalagið loðnara og teygjanlegra heldur þvert á móti þá er þetta tilraun til að gera stefnuna skýrari þannig að ofangreindur misskilningur verði ekki. Hér er líka verið að leggja til að sá hluti ályktunar aðalfundar, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta, sem snýr að samþykkt nýrrar stjórnarskrár verði felldur beint inn í stefnu okkar um stjórnskipunarlög. Með þessu móti er komið fullkomið samræmi milli ályktunarinnar, og þar með orðalags fyrstu spurningarinnar úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, og stefnu okkar um stjórnskipunarlög. Til áréttingar þá var spurt í þjóðaratkvæðagreiðslunni: "Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?". Að lokum, ef þú kýst nei við þessari tillögu þá ertu aðeins að hafna breytingartillögunni. Þá mun núgildandi stefna haldast óbreytt. En þar sem þú telur kosninguna óþarfa þá geri ég ráð fyrir að þú munir sitja hjá. Ekki myndi ég taka þátt í kosningu sem ég teldi óþarfa.
23/03/2016 18:08:27
Þjóðin var náttúrulega búin að samþykkja þessa stjórnarskrá á sínum tíma en safmó tókst að stúta því að alþingi kysi um hana fyrir síðustu kosningar. Það er því spurning hvort ekki eigi bara að leggja hana fram fyrir alþingi í heild sinni eins og hún kom út úr þjóðaratkvæðagreiðslu og kjósa um hana.
23/03/2016 17:32:00