Markaðssvæði internetsins
Málsnúmer: | 53/2013 |
---|---|
Tillaga: | Markaðssvæði internetsins |
Höfundur: | bjornlevi |
Í málaflokkum: | Fjarskipti, Höfundaréttur, einkaleyfi og vörumerki |
Upphafstími: | 11/11/2013 18:43:31 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 23/11/2013 18:43:32 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 29/11/2013 18:43:32 (0 minutes) |
Atkvæði: | 26 |
Já: | 25 (96,15%) |
Nei: | 1 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata:
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
1.4 Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur.
2.3 Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
5.1 Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga.
5.2 Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga.
Með tilvísun í ályktanir Pírata:
- Efnahagsstefna: 'Netvænt land' og þau gögn sem þeirri ályktun fylgja (https://x.piratar.is/polity/1/document/25/)
álykta Píratar:
Internetið er eitt markaðssvæði.
Greinargerð:
Það sem er í daglegu tali kallað internetið var hannað til þess að koma í veg fyrir að upplýsingar glatist. Það þýðir að engar aðgangstakmarkanir eru byggðar inn í samskiptamiðilinn, sem internetið er orðið, sem slíkan. Aðgangstakmarkanir koma í veg fyrir frjálst flæði upplýsinga og fela í sér eftirlit með samskiptum manna á milli, við það myndast hætta á að gengið verði á borgararéttindi. Vegna þess hvernig Internetið er hannað, án landamæra, þá er það óhjákvæmilega eitt markaðssvæði með tilliti til vara sem eru einungis til á Internetinu eða í stafrænu formi.
Ítarefni
- Information management: A proposal, Berners-Lee, Tim. 1989.: http://www.w3.org/History/1989/proposal.html
- Global chokepoints: https://globalchokepoints.org/