Félagsleg velferð
Málsnúmer: | 1/2019 |
---|---|
Tillaga: | Félagsleg velferð |
Höfundur: | AlbertSvan |
Í málaflokkum: | Heilbrigðismál, Húsnæðismál, Velferðarmál |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 19/04/2019 12:40:59 (0 minutes) |
Sérstakur ferill: | Dregin til baka |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata:
- 2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
- 2.2 Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
- 2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
- 3.1 Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri.
og með hliðsjón af samþykktum Pírata:
- Fíkni og vímuefnastefna (https://x.piratar.is/polity/1/document/9/?v=5)
- Endurhæfingar- ogörorkulífeyrir (https://x.piratar.is/polity/1/document/196/?v=2)
- Velferðar- og félagsmál (https://x.piratar.is/polity/1/document/11/?v=1)
- Fjárhagslegur stuðningur við námsmenn (https://x.piratar.is/polity/1/document/253/?v=1)
- Stefnu um NPA (https://x.piratar.is/polity/1/document/310/?v=1)
- Málefni spítalana og heilbrigðiskerfisins (https://x.piratar.is/polity/1/document/10/?v=1)
álykta Píratar að:
- Tryggja ber efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi allra íbúa landsins í samræmi við samninga Sameinuðu þjóðanna.
- Tryggja þarf að allir íbúar landsins hafi aðgang að félagslegum stuðningi, heilbrigðisþjónustu, íbúðarhúsnæði og menntun við hæfi.
- Lögfesta skal lágmarksframfærsluviðmið fyrir alla íbúa landsins.
- Einstaklingar sem hafa þörf fyrir sértæk meðferðarúrræði eiga að geta fengið slík sem hluta af heilbrigðisþjónustu.
- Vímuefnamisnotkun skal meðhöndluð sem heilbrigðismál með afglæpavæðingu og skaðaminnkun að leiðarljósi.
- Bjóða skal fólki með skerta starfsgetu eða örorku upp á frístundamöguleika, menntun og heilbrigðisþjónustu eftir þörfum og stuðla að því að þeim standi til boða fjölbreytt atvinnutækifæri eftir getu.
- Bjóða skal fólki með skerta starfsgetu eða örorku upp á skilyrðislausan örorku- og endurhæfingarlífeyri, ásamt félagslegri þjónustu við hæfi.
- Ríkið skal greiða allan kostnað við mat á örorku og endurhæfingarþörf.
- Dregið skal verulega úr eigna- og tekjutengingum til skerðingar húsnæðisbóta öryrkja.
- Bjóða skal einstaklingum undir lögaldri að taka þátt í félags- og skólastarfi óháð fjárhag foreldra.
- Tryggja skal öllu námsfólki 18 ára og eldri sem er í framhaldsskóla- og háskólanámi skilyrðislausa grunnframfærslu meðan á námi stendur. Námslán fyrir skólagjöldum og öðrum námsgögnum skulu vera aðgengileg á hagstæðum kjörum þeim sem þess kjósa.
Við samþykkt þessarar tillögu falla eftirfarandi samþykktir niður:
- Fíkni og vímuefnastefna (https://x.piratar.is/polity/1/document/9/?v=5)
- Endurhæfingar- ogörorkulífeyrir (https://x.piratar.is/polity/1/document/196/?v=2)
- Velferðar- og félagsmál (https://x.piratar.is/polity/1/document/11/?v=1)
- Fjárhagslegur stuðningur við námsmenn (https://x.piratar.is/polity/1/document/253/?v=1)
- Stefnu um NPA (https://x.piratar.is/polity/1/document/310/?v=1)
- Málefni spítalana og heilbrigðiskerfisins (https://x.piratar.is/polity/1/document/10/?v=1)
Greinargerð
Allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum í auðugu landi og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eiga að vera í samræmi við alþjóðasamninga þar um. Það skal vera óháð uppruna eða stöðu hvers og eins landsbúa.
Þannig þarf að lögfesta lágmarksframfærslu fyrir alla landsbúa, tryggja aðgang að velferðarþjónustu og grunninnviðum ásamt því að efla þessi réttindi eins og mögulegt er. Þeir sem þurfa á meðferð að halda eiga að geta fengið hana sem hluta af sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu þar með talin sálfræðiþjónusta og skaðaminnkunarúrræði vegna fíkni- og vímuefnavanda.
Ríkið þarf að tryggja félagslega velferð þeirra sem minna mega sín, hvort sem það eru ólögráða einstaklingar eða fólk með skerta starfsgetu eða örorku. Slíkt er uppbyggilegt fyrir allt samfélagið. Þá þurfa yfirvöld að draga úr húsnæðisskerðingum og tryggja fjárhag við mat á örorku fólks með skerta vinnugetu.
Til að byggja undir næstu kynslóðir og bæta menntastig í íslensku samfélagi er þörf á að greiða uppihald námsmanna í framhaldsnámi og tryggja að hagstæð lán standi til boða kjósi þeir að sækja námið þar sem skólagjöld eru há.
Til viðbótar má finna frekara ítarefni um þessi stefnuákvæði í áður samþykktum stefnuákvæðum Pírata, sem falla úr gildi með samþykkt þessarar stefnu.
Stefnan byggir á gr. 2.1, 2.2, 2.4 og 3.1 í Grunnstefnu Pírata og áður samþykktum stefnunum: Fíkni og vímuefnastefnu, Endurhæfingar- ogörorkulífeyrir, Stefnu um velferðar og félagsmál, Fjárhagslegur stuðningur við námsmenn, Stefnu um NPA og Málefni spítalana. Þessar eldri stefnur, utan grunnstefnunar, falla úr gildi en ber að skoða sem ítarefni við þessa greinargerð.